Fleiri fréttir

Milljónir sýnishorna á víð og dreif og fáum til gagns

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur verið í bráðabirgðahúsnæði frá árinu 1968 og án fjárveitinga til viðhalds frá árinu 1991, vegna þess að þá hugðust stjórnvöld leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar. Rúmlega tvær milljónir sýnishorna í eigu stofnunarinnar eru meira og minna óaðgengileg vísindamönnum, þar sem þau eru geymd í geymsluhúsnæði á fjórum stöðum á landinu.

Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael

Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum

Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni.

Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar

Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt.

Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn

Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni.

Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss

Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð.

Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk

Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýðilegar móttökur og þjónustu hér á landi.

Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum

Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni.

Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra

Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði.

Best að búa í Noregi og á Íslandi

Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda.

Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007.

Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið

Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi.

Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti

Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni.

Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag

Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof.

Bílainnflutningur dregst hratt saman

Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera.

Embættisafglöp ráðamanna

Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust.

Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum

Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda. Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með ellefu prósenta fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa.

Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt

Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild.

Nýr og betri Vísir.is

Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu.

Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga.

Guðjón vill ekki hitta sendiherra Ísraels

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels. Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í dag sendiráði í Ísraels í Noregi tilkynningu um þetta. Ástæðan eru aðgerðir Ísraelshers á Gaza. Þeir Guðjón Arnar og Miryam Shomart ætluðu að funda í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi.

Þjófnaðir í gegnum heimabanka til rannsóknar

Lögreglan í Reykjavík rannsakar þjófnað upp á annan tug milljóna króna úr íslenskum heimabanka. Auðkennislykill sem bankarnir ætla að innleiða um áramót hefði komið í veg fyrir þjófnaðinn. Varasamt er að fara inn á heimabanka í tölvum sem fólk þekkir ekki eða í tölvum sem eru ekki með öflug njósna- og vírusvarnarforrit.

Náttúrufræðistofnun óskar eftir opinberri rannsókn

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands ætlar að krefjast lögreglurannsóknar á því að tvö þúsund gripum í eigu safnsins var hent úr frystigeymslu sem stofnunin var með á leigu. Forstjórinn vill fá úr því skorið hvort fálkahömum var örugglega fargað því eftirspurn er eftir þeim á svörtum markaði. Fágætur dverghvalur var meðal gripa sem var fargað.

Iðnaðarráðherra sagður segja ósatt

Iðnaðarráðherra var sakaður um að hafa sagt ósatt á Alþingi í síðustu viku þegar hann sagði engar skipulagsbreytingar fram undan hjá Landsvirkjun, en nú hefur verið ákveðið að RARIK og Orkubú Vestfjarða verði dótturfélög Landsvirkjunar. Ráðherrann segir engar breytingar verða gerðar á samþykktum þessara félaga.

Snjóflóðavarnir kynntar á Bolungarvík

Snjóflóðavarnargarður upp á 750 milljónir verður reistur við Bolungarvík á næstu tveimur til þremur árum. Hönnun og skipulag var kynnt fyrir bæjarbúum á fundi í gærkvöldi. Garðurinn verður 700 metra langur og hæðin mun samsvara átta hæða íbúðablokk. Grímur Atlason bæjarstjóri segir að með þessu sé tólf ára undirbúningsferli loks lokið.

Rafmagn allstaðar komið á á Egilsstöðum

Rafmagn er komið á allstaðar á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn komst fljótlega á aftur víðast í bænum.

Færri nýir fólksbílar

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar.

Nota gæsluþyrlu við rjúpnaveiðieftirlit

Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembætti víðs vegar um landið við eftirlit með rjúpnaveiðum í þeim tilgangi að stuðla að markvissri framkvæmd laga og reglna um rjúpnaveiðar. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Rafmagnsleysi á Egilsstöðum

Rafmagnslaust er enn á litlu svæði syðst á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn kom þó aftur á víðast hvar skömmu síðar. Verið er að vinna að viðgerð við spennustöðina við Kaupvang og er vonast til þess að rafmagn verði komið á innan klukkustundar.

Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina

Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir yfirljósmóðir Mæðraverndar.

Mjög lítið af óæskilegum efnum í íslenskum fiski

Mjög lítið er af óæskilegum efnum í þeim fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum samkvæmt niðurstöðum skýrslu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum árið 2005.

Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar

Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.

Fjórir sækja um embætti skattrannsóknarstjóra

Fjórir sóttu um embætti skattrannsóknarstjóra sem auglýst var laus á dögunum. Það eru Bryndís Kristjánsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs embættis skattrannsóknarstjóra, Gísli H. Sverrisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flutningadeildar varnarliðsins, Guðrún Björg Bragadóttir skattstjóri og og Guðrún Jenný Jónsdóttir, deildarstjóri úrskurðardeildar réttarsviðs ríkisskattstjóra.

Fimm fyrirtæki styrkja UNICEF um 60 milljónir króna

Fimm fyrirtæki munu á morgun skrifa undir þriggja ára styrktarsamning við UNICEF á Íslandi sem samtals hljóðar upp á 60 milljónir króna. Fyrirtækin eru Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip og með samningnum styrkja þau stoðir Barnahjálparinnar á Íslandi og gera samtökunum kleift að auka fjáröflunarstarf sitt til muna, eins og segir í tilkynningu.

Dæmdur fyrir kókaínsmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að flytja inn tæp sjö hundruð grömm af kókaín til landsins í mars á þessu ári sem ætluð voru til söludreifingar.

Baugur og félagar ljúka 77 milljarða króna yfirtöku á HOF

Baugur og meðfjárfestar greiða samtals um 77 milljarða króna fyrir bresku verslunarkeðjuna House of Fraiser en yfirtöku á öllu hlutfé félagsins lauk í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilboði upp á 148 pens á hlut hafi verið tekið í byrjun síðasta mánaðar en inni í heildarkaupverði er heildarfjármögnun skulda félagsins.

Múlagöng lokuð að mestu í kvöld og nótt

Múlagöng verða lokuð fyrir allri umferð frá klukkan 21 í kvöld til 23.30 og svo aftur frá miðnætti og til sex í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun

Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.

Skipulag mæðraverndar breytist í mánuðinum

Breyting verður á skipulagi mæðraverndar á höfuðborgarsvæðinu á næstunni vegna flutnings Miðstöðvar mæðraverndar úr Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg eftir sölu hússins.

Á ríflega tvöföldum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum

Nærri 160 ökumenn voru myndaðir vegna hraðaksturs í Hvalfjarðargöngunum um síðustu helgi samkvæmt lögreglunni í Reykjavík. Meðalhraði hinna brotlegu var 89 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða sem er ríflega tvöfaldur hámarkshraði. Viðurlög fyrir slíkan ofsaakstur eru 70 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting til þriggja mánaða.

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl, og þeir eru sárir eftir neikvæða umræðu í þeirra garð síðustu daga. Þetta segir Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss. Á sama tíma fagna frjálslyndir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að takmarka komu innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu til Íslands þegar löndin ganga í Evrópusambandið um næstu áramót.

Sjá næstu 50 fréttir