Fleiri fréttir Loforð svifu um Austurvöll Loforðasneplar svifu um loftin blá við Austurvöll í dag, í gjörningi ungra listamanna, og áttu að minna á svikin eða gleymd loforð stjórnmálamanna. Uppátækið fór þó heldur fyrir brjóstið á þingvörðum, sem þurftu að tína upp papparuslið af lóð Alþingis. 23.6.2006 21:35 Vantar strætóbílstjóra í sumar Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. 23.6.2006 21:29 Tveir árekstrar í Kömbunum Tveir árekstrar urðu neðarlega í Kömbunum og ullu töfum á umferð. Fjórir bílar eru mjög skemmdir en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Sjúkrabíll fór á staðinn og dráttarbílar fjarlægðu bílana sem voru óökufærir. 23.6.2006 19:35 Hlutfall kvenna í embættum sjálfstæðismanna í borginni 41% Landssamband sjálfstæðiskvenna vísar ásökunum minnihlutans um að ekki sé hugað að jafnréttismálum í borginni aftur til heimahúsanna. Hlutfall kvenna í þeim embættum borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa er rúmlega 41%. Framsóknarflokkurinn stendur sig þó sýnu verst allra flokka. 23.6.2006 19:16 Björn segir varnarmálastefnu byggða á óskhyggju Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra telur að það hafi verið óskhyggja að vænta þess að Bandaríkjastjórn samþykkti kröfur íslenskra stjórnvalda um loftvarnir. Hann telur að riftun samningsins sé meiri hótun gagnvart NATO en bandaríkjamönnum. 23.6.2006 19:12 Rekinn en fær milljarð Þórður Már Jóhannesson, sem rekinn var úr starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir 10 mánuði hagnast um milljarð króna á kaupréttarsamningum. Magnús Kristinsson gerði þennan samning við hann áður en formlega var gengið frá sameiningu Straums og Burðaráss 23.6.2006 19:08 Forsetinn skammar ísraelska sendiherrann Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. 23.6.2006 19:06 Þurfa hugsanlega að fella niður strætóferðir Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. 23.6.2006 19:00 Einnig grunaður um að kasta bensínsprengju Gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að eiga þátt í skotárás á hús í Vallahverfi í Hafnarfirði, í fyrradag, var framlengt í dag. 23.6.2006 18:45 Ætlar að leita réttar síns Helgi Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins ætlar að leita réttar síns og fara fram á bætur fyrir dómstólum. Hann ákvað þetta eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hefðu brotið gegn persónuvernd með því að skoða tölvupóst Helga. 23.6.2006 18:45 Forseti Íslands afhjúpar listaverk í Hull Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Precott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, voru viðstaddir þegar listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hull í Bretlandi í dag, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. 23.6.2006 18:15 Býður fólki að græða og gefa af sér um leið Íslendingum gefst nú kostur á nýrri tegund netviðskipta. Bergur Ísleifsson rekur vef þar sem fólki er boðið að kaupa áskrift að þurrmat sem sendur er til sveltandi barna í þriðja heiminum. Tilgangurinn er að græða pening og búa til betri heim um leið. 23.6.2006 17:45 Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. 23.6.2006 17:37 Samgöngumál ósættanleg með öllu Ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu, að mati hóps þjónustuaðila og áhugamanna um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hópurinn óskar eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þegar í stað 23.6.2006 17:08 Miðnæturhlaup í Laugardalnum Hið árlega Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup fer fram í kvöld klukkan tíu við Laugardalslaug. Þetta er í fjórtánda sinn sem hlauið er haldið og hefur þátttakendur fjölgað ár frá ári. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið en hægt er að skrá sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku og fimm og tíu kílómetra hlaup með tímatöku. Hlaupið er haldið í tengslum við Jónsmessumót fjölskyldunnar sem verður í Laugardalnum, Heiðmörk og Viðey í kvöld. 23.6.2006 16:35 Valgerður ræður aðstoðarmann Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu á næstu dögum. 23.6.2006 14:38 Skorður settar við efnistöku úr Ingólfsfjalli Forstjóri Landverndar segir áfangasigur í náttúruvernd hafa náðst með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um efnistöku úr Ingólfsfjalli. Nefndin stöðvaði framkvæmdir að hluta til með bráðabirgðaúrskurði sínum í gær. Enn er þó til meðferðar aðalkrafa kærenda, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, um afnám framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli. 23.6.2006 13:04 Sancy heldur heim Færeyski togarinn Sancy hélt frá Eskifirði í gærkvöldi, eftir að tryggingar voru settar, og hefur skipstjórinn nú samviskusamlega kveikt á sjálfvirka fjareftirlits-búnaðinum. 23.6.2006 12:57 Valgerður sátt við málalok Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist sátt við að rannsókn lögreglu á meintri morðhótun í hennar garð sé lokið. Fjórir umhverfisverndunarsinnar báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina sem á stóð: Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi. 23.6.2006 12:42 Forsetinn afhjúpar listaverk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, afhjúpa listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur í Húll í Bretlandi til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. 23.6.2006 10:36 Sýkna í meiðyrðamáli vegna flugslyssins í Skerjafirði Sigurður Líndal lagaprófessor var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Friðrik Þór Guðmundsson, aðstandandi ungs manns sem fórst í flugslyinu í Skerjafirði árið 2000, höfðaði gegn honum. Meiðyrðamálið höfðaði Friðrik Þór vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið. Greint var frá skýrslunni í fréttum Stöðvar 2 deginum áður en kynna átti hana fjölmiðlum og aflýsti Sigurður þá blaðamannafundinum. Hann sakaði Friðrik Þór um að leka skýrslunni í fjölmiðla en því hafnað Friðrik og höfðaði meiðyrðamál á hendur Sigurði. 23.6.2006 10:32 Þjófur náðist á flótta Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann, eftir snarpa en stutta eftirför undir morgun, sem grunaður er um aðild að nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Andvirði þýfisins nemur mörg hundruð þúsundum króna. 23.6.2006 09:18 Leita að lækningu við æðakölkun Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum. 23.6.2006 09:13 Þrír í gæsluvarðhald Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. 23.6.2006 09:06 Ölvun á útivistarsvæðum í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa nokkur afskipti af óreglumönnum í miðbænum sökum ölvunar seinnipartinn í dag. Þetta fylgir sumrinu og hitanum, segir lögreglan, og mun hún hafa aukið eftirlit með útivistarsvæðum í sumar, eins og vanalegt er. 22.6.2006 23:15 Ekki alvarleg slys á fólki í þriggja bíla árekstri á Reykjanesbrautinni Tveir þeirra sem fluttir voru á slysadeild eftir áreksturinn á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld eru útskrifaðir. Sá þriðji var lagður inn til eftirlits en að sögn vakthafandi læknis er líðan sjúklingsins eftir atvikum. Einn var fluttur til Keflavíkur og líðan hans góð. 22.6.2006 22:59 8 menn handteknir vegna skotárásar í Hafnarfirði Lögreglan handtók í dag átta menn vegna skotárásar sem gerð var með haglabyssu á raðhús í Hafnarfirði í gær. Fimm hefur verið sleppt en þrír eru enn í haldi. 22.6.2006 22:30 Starfsfólk IGS gengur á dyr verður það krafið um bætur Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli munu hætta störfum umsvifalaust ef bótakrafa verður gerð á hendur þeim vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar þeirra næstkomandi sunnudag. Það eina sem gæti komið í veg fyrir aðgerðir væri að stjórnendur ræddu við starfsfólk um kjör þeirra. Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, eða IGS ground services, ákvað á hitafundi fyrr í vikunni að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir milli klukkan fimm og átta næstkomandi sunnudagsmorgun, á háannatíma. Ætla má að vinnustöðvunin muni raska ferðum allt að tvö þúsund farþega Icelandair og Iceland express. Í gær sendu svo Samtök atvinnulífsins bréf til verkalýðsfélaga starfsmanna til að vekja athygli á að samningur sé í gildi og því ríki friðarskylda. Ef af aðgerðum yrði gætu félögin og starfsmenn orðið bótaskyldi vegna þess tjóns sem aðgerðir þeirra valdi. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, annars verkalýðsfélaga starfsmanna, sagði í fréttum NFS í gær að félagið hefði hvatt starfsmenn til að hætta við boðaðar aðgerðir. Hann sagði bréf Samtaka atvinnulífsins lítið annað en hótun. Jóhanna Halldórsdóttir, starfsmaður hjá Flugþjónustunni, segir að fréttir af bréfinu hafi vissulega skotið starfsfólki skelk í bringu en innihald þess hafi stappað í það stálinu. Það sé því ljóst að af aðgerum verði á sunnudagsmorguninn. Jóhanna segir að starfsfólk ætli að ganga út ef það verður krafið um bætur verði af aðgerðunum. Hún segir að það sem geti komið í veg fyrir aðgerðir starfsfólks sé að stjórnendur IGS settust niður með starfsfólki sínu og ræddu við það um kaup og kjör. Reynt hefði verið að ná eyrum þeirra en án árangurs. Trúnaðarmenn hefðu rætt við þá í tvo mánuði en ekkert komið út úr því. 22.6.2006 22:09 Kona dæmd fyrir að hafa slegið aðra konu Kona var dæmd í Héraðdómi Austurlands fyrir að hafa slegið aðra konu hnegahögg í andlitið á skemmtistað á Neskaupsstað í febrúar á þessu ári. Ákvörður refsingarinnar er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Hún játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi en konan hefur frá upphafi gengist við broti sínu og sýnt iðrun. Bótakröfu brotaþola var vísað frá dómi en konunni er gert að greiða allan sakarkostnað, tæpar 100 þúsund krónur. 22.6.2006 20:05 Samningar í höfn - skattleysismörk í 90 þúsund Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins eru nú að undirrita samninga sem tryggja að ekki kemur til átaka á vinnumarkaði um næstu áramót. Forsenda samninganna var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem gefin var aðilum vinnumarkaðins á sjöunda tímanum. Þar bar helst að skattleysismörk eru hækkuð í 90 þúsund og upphæðin verður verðtryggð frá næstu áramótum. 22.6.2006 19:20 Engin formleg aðkoma Dómsmálaráðuneytið kom ekki nærri bréfi sem sent var til bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna Baugsmálsins. Þetta segir ráðuneytisstjóri, sem segir ráðuneytið hafa orðið að stimpla bréfið frá ríkislögreglustjóra svo að það kæmist á leiðarenda. 22.6.2006 19:00 Illur hugur Jón Ásgeir Jóhannesson er sannfærður um að illur hugur búi að baki nýrri skattrannsókn á hendur honum. Meint skattalagabrot hans nema sextíu og sex milljónum króna. Jón Ásgeir segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann mæti í boðaða yfirheyrslu til ríkislögreglustjóra eftir viku. 22.6.2006 19:00 ÍE hefur prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum, en markmið þeirra er að kanna öryggi lyfsins, þol meðal sjúklinga og áhrif mismunandi skammtastærða. 22.6.2006 18:13 Nýr meirihluti vill ekki endilega ódýrustu lausnina við byggingu Sundabrautar Nýi meirihlutinn í borginni vill hærra hlutfall sérbýlis á Geldinganesi og glæsilega lausn Sundabrautar. Þetta var meðal þess sem kom fram í hádegisviðtali NFS við Gísla Martein Baldursson, formann skipulagsráðs. 22.6.2006 17:30 Ákæra birt skipstjóra og stýrimanni færeyska togarans Héraðsdómur Austurlands birti skipstjóri og stýrimaður á færeyska togaranum Sancy ákæru laust eftir klukkan þrjú í dag og standa ný yfir yfirheyrslur á mönnunum fyrir dómi. Mennirnir eru meðal annars ákærðir fyrir fiskveiðibrot og verður gerð krafa um veiðarfæri og þess afla sem sýnt þykir að sé veiddur innan íslenskrar lögsögu. 22.6.2006 17:06 Menntaráði skipt í tvennt Á fundi menntaráðs í morgun báru fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndaflokksins upp tilllögu gegn skiptingu menntaráðs í tvö aðskilin ráð. 22.6.2006 16:55 Reyndi að smygla fölsuðum iPod Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækt nokkurt magn falsaðra iPod spilara. Sendingin var á leið frá Kína til verslunnar einnar í Reykjavík. 22.6.2006 16:11 Fundi forystumanna ASÍ og forsætisráðherra seinkað Fundi forystumanna Alþýðusambandsins með Geir H Haarde forsætisráðherra og nokkrum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, hefur verið frestað til klukkan sex. Ráðgert hafði verið að fundurinn yrði klukkan hálf fjögur. Að öllum líkindum hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þurft lengri tíma til að meta tilboð ríkisstjórnarinnar, en óformlegir fundir og samtöl hafa átt sér stað milli aðila fyrr í dag. 22.6.2006 15:57 Átta sjórængingjaskip staðin að verki Sjö sjóræningjaskip sáust í eftirlitsflugi Synar, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir úthafskarfamiðunm á Reykjaneshrygg í gær. Áttunda sjóræningjaskipið Ulla frá Georgíu lá bundið utan í frystiskipinu Polestar frá Panama en verið var að lesta á milli skipanna. Polestar er komið á svarta lista Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins vegna þjónustu sinnar við sjóræningjaskip. Grunur leikur á að ýmsu fleiru en afla sé umskipað í Polestar en frystiskipið var fyrst staðið að verki í eftirlitsferð Landhelgisgæslunnar 9. júní síðastliðinn. 22.6.2006 15:52 Stjórn dvalarheimilisins Höfða braut ekki jafnréttislög Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp þann úrskurð að stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hafi ekki brotið jafnréttislög með ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra heimilisins á síðasta ári. 22.6.2006 15:10 Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði á Ströndum fyrr í vikunni. Samkvæmt fréttavef Bæjarins besta.is, kemur fram að þetta sé fátíður atburður en svo virðist sem torfan hafi komið inn á morgunflóðinu, synt upp í á og þegar fjaraði aftur út, varð mikið af loðnunni eftir í ánni og fjörunni. Mjög sjaldgæft er að loðnana hagi sér með þessum hætti en dæmi eru um að síld gangi upp ár. Tveir fiskifræðingar hjá Veiðimálastofnum tóku sýni úr loðnunni en hún var væn og vel á sig komin. 22.6.2006 14:52 Mæðraeftirlit endurskipulagt vegna flutninga í Mjódd Endurskipuleggja þarf mæðraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu vegna flutnings á Miðstöð mæðraverndar frá Barnónsstíg og upp í Mjódd, segir sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans. Hann tekur undir kröfur starfsmanna Heilsverndarstöðvarinnar á Barónsstíg um að ríkið reyni að eignast húsið aftur. 22.6.2006 14:50 Forsætisráðherra þingar með ASÍ Geir H Haarde forsætisráðherra hefur boðað forystu Alþýðusambands Íslands til fundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf fjögur. Þar mun forsætisráðherra kynna forystumönnum ASÍ hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aðkomu hennar að endurnýjun kjarasamninga. NFS sendir beint frá Ráðherrabústaðnum. 22.6.2006 14:12 Ákærðu færu mikinn í fjölmiðlum Settur saksóknari í Baugsmálinu sagði í Héraðsdómi í morgun, að ákærðu í málinu hefðu farið mikinn í fjölmiðlum með ósanngjarni gagnrýni á ákæruvald og dómsmálaráðherra. Verjandi Jóns Geralds Sullenberger sagði engin ný gögn komin fram í málinu sem réttlættu að hann væri ákærður. 22.6.2006 13:30 Leysa þarf úr óþolandi ástandi í hluthafahópi Leysa þarf úr því óþolandi ástandi sen ríkir í hluthafahópi Straums Burðaráss, segir Björgólfur Thor Bjorgólfsson, stjórnarfornaður fjárfestingabankans. Hann ásamt meirihluta stjórnar rak í gærkvöld forstjóra bankans og réði nyjan í staðinn. 22.6.2006 13:15 Sjá næstu 50 fréttir
Loforð svifu um Austurvöll Loforðasneplar svifu um loftin blá við Austurvöll í dag, í gjörningi ungra listamanna, og áttu að minna á svikin eða gleymd loforð stjórnmálamanna. Uppátækið fór þó heldur fyrir brjóstið á þingvörðum, sem þurftu að tína upp papparuslið af lóð Alþingis. 23.6.2006 21:35
Vantar strætóbílstjóra í sumar Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. 23.6.2006 21:29
Tveir árekstrar í Kömbunum Tveir árekstrar urðu neðarlega í Kömbunum og ullu töfum á umferð. Fjórir bílar eru mjög skemmdir en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Sjúkrabíll fór á staðinn og dráttarbílar fjarlægðu bílana sem voru óökufærir. 23.6.2006 19:35
Hlutfall kvenna í embættum sjálfstæðismanna í borginni 41% Landssamband sjálfstæðiskvenna vísar ásökunum minnihlutans um að ekki sé hugað að jafnréttismálum í borginni aftur til heimahúsanna. Hlutfall kvenna í þeim embættum borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa er rúmlega 41%. Framsóknarflokkurinn stendur sig þó sýnu verst allra flokka. 23.6.2006 19:16
Björn segir varnarmálastefnu byggða á óskhyggju Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra telur að það hafi verið óskhyggja að vænta þess að Bandaríkjastjórn samþykkti kröfur íslenskra stjórnvalda um loftvarnir. Hann telur að riftun samningsins sé meiri hótun gagnvart NATO en bandaríkjamönnum. 23.6.2006 19:12
Rekinn en fær milljarð Þórður Már Jóhannesson, sem rekinn var úr starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir 10 mánuði hagnast um milljarð króna á kaupréttarsamningum. Magnús Kristinsson gerði þennan samning við hann áður en formlega var gengið frá sameiningu Straums og Burðaráss 23.6.2006 19:08
Forsetinn skammar ísraelska sendiherrann Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. 23.6.2006 19:06
Þurfa hugsanlega að fella niður strætóferðir Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður. 23.6.2006 19:00
Einnig grunaður um að kasta bensínsprengju Gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að eiga þátt í skotárás á hús í Vallahverfi í Hafnarfirði, í fyrradag, var framlengt í dag. 23.6.2006 18:45
Ætlar að leita réttar síns Helgi Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins ætlar að leita réttar síns og fara fram á bætur fyrir dómstólum. Hann ákvað þetta eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hefðu brotið gegn persónuvernd með því að skoða tölvupóst Helga. 23.6.2006 18:45
Forseti Íslands afhjúpar listaverk í Hull Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Precott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, voru viðstaddir þegar listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hull í Bretlandi í dag, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. 23.6.2006 18:15
Býður fólki að græða og gefa af sér um leið Íslendingum gefst nú kostur á nýrri tegund netviðskipta. Bergur Ísleifsson rekur vef þar sem fólki er boðið að kaupa áskrift að þurrmat sem sendur er til sveltandi barna í þriðja heiminum. Tilgangurinn er að græða pening og búa til betri heim um leið. 23.6.2006 17:45
Segir umræðu þarfa um stöðu varnarmála Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í leiðara blaðsins í dag að hótun um uppsögn varnarsamningsins ef herþoturnar yrðu fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli, hafi beinlínis verið óskynsamleg og Íslendingum ekki til framdráttar. Þá segir hann stjórnvöld hafa stuðst við lélega ráðgjöf í varnarmálum. 23.6.2006 17:37
Samgöngumál ósættanleg með öllu Ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu, að mati hóps þjónustuaðila og áhugamanna um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hópurinn óskar eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja þegar í stað 23.6.2006 17:08
Miðnæturhlaup í Laugardalnum Hið árlega Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup fer fram í kvöld klukkan tíu við Laugardalslaug. Þetta er í fjórtánda sinn sem hlauið er haldið og hefur þátttakendur fjölgað ár frá ári. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið en hægt er að skrá sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku og fimm og tíu kílómetra hlaup með tímatöku. Hlaupið er haldið í tengslum við Jónsmessumót fjölskyldunnar sem verður í Laugardalnum, Heiðmörk og Viðey í kvöld. 23.6.2006 16:35
Valgerður ræður aðstoðarmann Sigfús Ingi Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu á næstu dögum. 23.6.2006 14:38
Skorður settar við efnistöku úr Ingólfsfjalli Forstjóri Landverndar segir áfangasigur í náttúruvernd hafa náðst með úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um efnistöku úr Ingólfsfjalli. Nefndin stöðvaði framkvæmdir að hluta til með bráðabirgðaúrskurði sínum í gær. Enn er þó til meðferðar aðalkrafa kærenda, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, um afnám framkvæmdaleyfis vegna efnistöku úr Ingólfsfjalli. 23.6.2006 13:04
Sancy heldur heim Færeyski togarinn Sancy hélt frá Eskifirði í gærkvöldi, eftir að tryggingar voru settar, og hefur skipstjórinn nú samviskusamlega kveikt á sjálfvirka fjareftirlits-búnaðinum. 23.6.2006 12:57
Valgerður sátt við málalok Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segist sátt við að rannsókn lögreglu á meintri morðhótun í hennar garð sé lokið. Fjórir umhverfisverndunarsinnar báru mótmælaspjald í göngu Íslandsvina sem á stóð: Drekkjum Valgerði, ekki Íslandi. 23.6.2006 12:42
Forsetinn afhjúpar listaverk Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, afhjúpa listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur í Húll í Bretlandi til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. 23.6.2006 10:36
Sýkna í meiðyrðamáli vegna flugslyssins í Skerjafirði Sigurður Líndal lagaprófessor var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Friðrik Þór Guðmundsson, aðstandandi ungs manns sem fórst í flugslyinu í Skerjafirði árið 2000, höfðaði gegn honum. Meiðyrðamálið höfðaði Friðrik Þór vegna ummæla Sigurðar í tenglsum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði. Sigurður Líndal var formaður nefndar sem rannsakaði rannsóknina á flugslysinu og fleiri skýrslur því tengdu og skilaði skýrslu um málið. Greint var frá skýrslunni í fréttum Stöðvar 2 deginum áður en kynna átti hana fjölmiðlum og aflýsti Sigurður þá blaðamannafundinum. Hann sakaði Friðrik Þór um að leka skýrslunni í fjölmiðla en því hafnað Friðrik og höfðaði meiðyrðamál á hendur Sigurði. 23.6.2006 10:32
Þjófur náðist á flótta Lögreglan í Reykjavík handtók ökumann, eftir snarpa en stutta eftirför undir morgun, sem grunaður er um aðild að nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Andvirði þýfisins nemur mörg hundruð þúsundum króna. 23.6.2006 09:18
Leita að lækningu við æðakölkun Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum. 23.6.2006 09:13
Þrír í gæsluvarðhald Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. 23.6.2006 09:06
Ölvun á útivistarsvæðum í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa nokkur afskipti af óreglumönnum í miðbænum sökum ölvunar seinnipartinn í dag. Þetta fylgir sumrinu og hitanum, segir lögreglan, og mun hún hafa aukið eftirlit með útivistarsvæðum í sumar, eins og vanalegt er. 22.6.2006 23:15
Ekki alvarleg slys á fólki í þriggja bíla árekstri á Reykjanesbrautinni Tveir þeirra sem fluttir voru á slysadeild eftir áreksturinn á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld eru útskrifaðir. Sá þriðji var lagður inn til eftirlits en að sögn vakthafandi læknis er líðan sjúklingsins eftir atvikum. Einn var fluttur til Keflavíkur og líðan hans góð. 22.6.2006 22:59
8 menn handteknir vegna skotárásar í Hafnarfirði Lögreglan handtók í dag átta menn vegna skotárásar sem gerð var með haglabyssu á raðhús í Hafnarfirði í gær. Fimm hefur verið sleppt en þrír eru enn í haldi. 22.6.2006 22:30
Starfsfólk IGS gengur á dyr verður það krafið um bætur Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli munu hætta störfum umsvifalaust ef bótakrafa verður gerð á hendur þeim vegna fyrirhugaðrar vinnustöðvunar þeirra næstkomandi sunnudag. Það eina sem gæti komið í veg fyrir aðgerðir væri að stjórnendur ræddu við starfsfólk um kjör þeirra. Starfsfólk Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, eða IGS ground services, ákvað á hitafundi fyrr í vikunni að leggja niður vinnu í þrjár klukkustundir milli klukkan fimm og átta næstkomandi sunnudagsmorgun, á háannatíma. Ætla má að vinnustöðvunin muni raska ferðum allt að tvö þúsund farþega Icelandair og Iceland express. Í gær sendu svo Samtök atvinnulífsins bréf til verkalýðsfélaga starfsmanna til að vekja athygli á að samningur sé í gildi og því ríki friðarskylda. Ef af aðgerðum yrði gætu félögin og starfsmenn orðið bótaskyldi vegna þess tjóns sem aðgerðir þeirra valdi. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, annars verkalýðsfélaga starfsmanna, sagði í fréttum NFS í gær að félagið hefði hvatt starfsmenn til að hætta við boðaðar aðgerðir. Hann sagði bréf Samtaka atvinnulífsins lítið annað en hótun. Jóhanna Halldórsdóttir, starfsmaður hjá Flugþjónustunni, segir að fréttir af bréfinu hafi vissulega skotið starfsfólki skelk í bringu en innihald þess hafi stappað í það stálinu. Það sé því ljóst að af aðgerum verði á sunnudagsmorguninn. Jóhanna segir að starfsfólk ætli að ganga út ef það verður krafið um bætur verði af aðgerðunum. Hún segir að það sem geti komið í veg fyrir aðgerðir starfsfólks sé að stjórnendur IGS settust niður með starfsfólki sínu og ræddu við það um kaup og kjör. Reynt hefði verið að ná eyrum þeirra en án árangurs. Trúnaðarmenn hefðu rætt við þá í tvo mánuði en ekkert komið út úr því. 22.6.2006 22:09
Kona dæmd fyrir að hafa slegið aðra konu Kona var dæmd í Héraðdómi Austurlands fyrir að hafa slegið aðra konu hnegahögg í andlitið á skemmtistað á Neskaupsstað í febrúar á þessu ári. Ákvörður refsingarinnar er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Hún játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi en konan hefur frá upphafi gengist við broti sínu og sýnt iðrun. Bótakröfu brotaþola var vísað frá dómi en konunni er gert að greiða allan sakarkostnað, tæpar 100 þúsund krónur. 22.6.2006 20:05
Samningar í höfn - skattleysismörk í 90 þúsund Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins eru nú að undirrita samninga sem tryggja að ekki kemur til átaka á vinnumarkaði um næstu áramót. Forsenda samninganna var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem gefin var aðilum vinnumarkaðins á sjöunda tímanum. Þar bar helst að skattleysismörk eru hækkuð í 90 þúsund og upphæðin verður verðtryggð frá næstu áramótum. 22.6.2006 19:20
Engin formleg aðkoma Dómsmálaráðuneytið kom ekki nærri bréfi sem sent var til bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna Baugsmálsins. Þetta segir ráðuneytisstjóri, sem segir ráðuneytið hafa orðið að stimpla bréfið frá ríkislögreglustjóra svo að það kæmist á leiðarenda. 22.6.2006 19:00
Illur hugur Jón Ásgeir Jóhannesson er sannfærður um að illur hugur búi að baki nýrri skattrannsókn á hendur honum. Meint skattalagabrot hans nema sextíu og sex milljónum króna. Jón Ásgeir segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann mæti í boðaða yfirheyrslu til ríkislögreglustjóra eftir viku. 22.6.2006 19:00
ÍE hefur prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum, en markmið þeirra er að kanna öryggi lyfsins, þol meðal sjúklinga og áhrif mismunandi skammtastærða. 22.6.2006 18:13
Nýr meirihluti vill ekki endilega ódýrustu lausnina við byggingu Sundabrautar Nýi meirihlutinn í borginni vill hærra hlutfall sérbýlis á Geldinganesi og glæsilega lausn Sundabrautar. Þetta var meðal þess sem kom fram í hádegisviðtali NFS við Gísla Martein Baldursson, formann skipulagsráðs. 22.6.2006 17:30
Ákæra birt skipstjóra og stýrimanni færeyska togarans Héraðsdómur Austurlands birti skipstjóri og stýrimaður á færeyska togaranum Sancy ákæru laust eftir klukkan þrjú í dag og standa ný yfir yfirheyrslur á mönnunum fyrir dómi. Mennirnir eru meðal annars ákærðir fyrir fiskveiðibrot og verður gerð krafa um veiðarfæri og þess afla sem sýnt þykir að sé veiddur innan íslenskrar lögsögu. 22.6.2006 17:06
Menntaráði skipt í tvennt Á fundi menntaráðs í morgun báru fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndaflokksins upp tilllögu gegn skiptingu menntaráðs í tvö aðskilin ráð. 22.6.2006 16:55
Reyndi að smygla fölsuðum iPod Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækt nokkurt magn falsaðra iPod spilara. Sendingin var á leið frá Kína til verslunnar einnar í Reykjavík. 22.6.2006 16:11
Fundi forystumanna ASÍ og forsætisráðherra seinkað Fundi forystumanna Alþýðusambandsins með Geir H Haarde forsætisráðherra og nokkrum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, hefur verið frestað til klukkan sex. Ráðgert hafði verið að fundurinn yrði klukkan hálf fjögur. Að öllum líkindum hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þurft lengri tíma til að meta tilboð ríkisstjórnarinnar, en óformlegir fundir og samtöl hafa átt sér stað milli aðila fyrr í dag. 22.6.2006 15:57
Átta sjórængingjaskip staðin að verki Sjö sjóræningjaskip sáust í eftirlitsflugi Synar, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir úthafskarfamiðunm á Reykjaneshrygg í gær. Áttunda sjóræningjaskipið Ulla frá Georgíu lá bundið utan í frystiskipinu Polestar frá Panama en verið var að lesta á milli skipanna. Polestar er komið á svarta lista Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins vegna þjónustu sinnar við sjóræningjaskip. Grunur leikur á að ýmsu fleiru en afla sé umskipað í Polestar en frystiskipið var fyrst staðið að verki í eftirlitsferð Landhelgisgæslunnar 9. júní síðastliðinn. 22.6.2006 15:52
Stjórn dvalarheimilisins Höfða braut ekki jafnréttislög Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp þann úrskurð að stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hafi ekki brotið jafnréttislög með ráðningu Guðjóns Guðmundssonar, fyrrverandi alþingismanns, í starf framkvæmdastjóra heimilisins á síðasta ári. 22.6.2006 15:10
Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði á Ströndum fyrr í vikunni. Samkvæmt fréttavef Bæjarins besta.is, kemur fram að þetta sé fátíður atburður en svo virðist sem torfan hafi komið inn á morgunflóðinu, synt upp í á og þegar fjaraði aftur út, varð mikið af loðnunni eftir í ánni og fjörunni. Mjög sjaldgæft er að loðnana hagi sér með þessum hætti en dæmi eru um að síld gangi upp ár. Tveir fiskifræðingar hjá Veiðimálastofnum tóku sýni úr loðnunni en hún var væn og vel á sig komin. 22.6.2006 14:52
Mæðraeftirlit endurskipulagt vegna flutninga í Mjódd Endurskipuleggja þarf mæðraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu vegna flutnings á Miðstöð mæðraverndar frá Barnónsstíg og upp í Mjódd, segir sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans. Hann tekur undir kröfur starfsmanna Heilsverndarstöðvarinnar á Barónsstíg um að ríkið reyni að eignast húsið aftur. 22.6.2006 14:50
Forsætisráðherra þingar með ASÍ Geir H Haarde forsætisráðherra hefur boðað forystu Alþýðusambands Íslands til fundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf fjögur. Þar mun forsætisráðherra kynna forystumönnum ASÍ hugmyndir ríkisstjórnarinnar um aðkomu hennar að endurnýjun kjarasamninga. NFS sendir beint frá Ráðherrabústaðnum. 22.6.2006 14:12
Ákærðu færu mikinn í fjölmiðlum Settur saksóknari í Baugsmálinu sagði í Héraðsdómi í morgun, að ákærðu í málinu hefðu farið mikinn í fjölmiðlum með ósanngjarni gagnrýni á ákæruvald og dómsmálaráðherra. Verjandi Jóns Geralds Sullenberger sagði engin ný gögn komin fram í málinu sem réttlættu að hann væri ákærður. 22.6.2006 13:30
Leysa þarf úr óþolandi ástandi í hluthafahópi Leysa þarf úr því óþolandi ástandi sen ríkir í hluthafahópi Straums Burðaráss, segir Björgólfur Thor Bjorgólfsson, stjórnarfornaður fjárfestingabankans. Hann ásamt meirihluta stjórnar rak í gærkvöld forstjóra bankans og réði nyjan í staðinn. 22.6.2006 13:15