Innlent

ÍE hefur prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun

Mynd/Vilhelm

Íslensk erfðagreining hefur hafið prófanir á tilraunalyfi við æðakölkun í fótleggjum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Stefnt er að því að um 150 íslenskir sjúklingar taki þátt í prófununum, en markmið þeirra er að kanna öryggi lyfsins, þol meðal sjúklinga og áhrif mismunandi skammtastærða. Útæðasjúkdómur hrjáir tugi milljóna manna um allan heim og eykur verulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segist stoltur yfir að vera því að prófanir séu að hefjast á lyfinu en þetta er fyrsta lyfið sem vísindamenn íslenskrar erfðagreiningar hafa þróað frá grunni út frá niðurstöðum erfðarannsókna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×