Innlent

Ekki alvarleg slys á fólki í þriggja bíla árekstri á Reykjanesbrautinni

Tveir þeirra sem fluttir voru á slysadeild eftir áreksturinn á Reykjanesbrautinni fyrr í kvöld eru útskrifaðir. Sá þriðji var lagður inn til eftirlits en að sögn vakthafandi læknis er líðan sjúklingsins eftir atvikum.

Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld fékk neyðarlínan tilkynningu um árekstur þriggja bíla á Reykjanesbrautinni. Ökumaður fyrsta bílsins hafði stöðvað bifreið sína í kanti vegarins líklega vegna einhverrar bilunar og annar bíll keyrði á hann kyrrstæðan. Þriðji bíllinn fylgdi svo á eftir. Þeir slösuðu voru ökumenn bílanna tveggja sem keyrðu á og farþegar þeirra. Þrátt fyrir allt voru meiðsl fólksins ekki alvarleg. Loka þurfti veginum í um klukkutíma og var umferð beint um Vatnsleysuströnd á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×