Innlent

Þurfa hugsanlega að fella niður strætóferðir

Svo illa gengur að ráða bílstjóra til sumarafleysinga hjá Strætó bs. að leiðir verða hugsanlega felldar niður.

Ekki hefur tekist að ráða nema fjóra til fimm bílstjóra í sumarafleysingar hjá stætó og vantar um fimmtán bílstjóra til viðbótar. Þetta er annað árið í röð sem illa gengur að fá fólk í afleysingar. Staðan í ár er þó betri en í fyrra, þar sem vegna sumarátlana fækkar ferðum og því þarf færri til að leysa af.

Hagvagnar sem eru undirverktakar Stætó hefur brugðið á það að ráð til sín erlenda bílstjóra á vagnana. Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir of seint að grípa til þess möguleika í ár en það verði væntanlega skoðað í framhaldinu verði áfram erfitt að fá bílstjóra til starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×