Innlent

Býður fólki að græða og gefa af sér um leið

Íslendingum gefst nú kostur á nýrri tegund netviðskipta. Bergur Ísleifsson rekur vef þar sem fólki er boðið að kaupa áskrift að þurrmat sem sendur er til sveltandi barna í þriðja heiminum. Tilgangurinn er að græða pening og búa til betri heim um leið.

Hingað til hafa tengslanetsfyrirtæki eins og Nu skin einbeitt sér að heilsuvörum með konur sem aðalamarkhóp. Bergur Ísleifsson er einn forsprakka Nu Skin á Íslandi. Hann bíður nú fólki aðra leið. Með því að safna áskrifendum að matarsendingum til barna í þriðja heiminum græðir þú pening og bjargar mannslífum.

Fjallað var um málið á forsíðu Blaðsins í gær. Þar var Nu Skin kallað "Píramídafyrirtæki sem vill hagnast á þriðja heiminum." Bent var á að hvergi kemur fram hvar og af hverjum þurrmatnum er dreift. Í yfirlýsingu sem birtist í Blaðinu í dag gagnrýnir Bergur harðlega fréttaflutninginn. Hann segist sjá gamalkunna "DV takta" í greinaskrifunum.

Öll viljum við búa til betri heim. Á heimasíðu Bergs höfða myndir af sveltandi börnum til samvisku lesenda. Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafultrúi Rauða krossins, sagði í samtali við NFS að það væri ekki hennar að tjá sig um þessa nýju tegund hjálparstarfs. Eina sem hún gæti fullyrt er að Rauði Krossinn er ekki gróðrafyrirtæki.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×