Innlent

Menntaráði skipt í tvennt

Á fundi menntaráðs í morgun báru fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndaflokksins upp tilllögu gegn skiptingu menntaráðs í tvö aðskilin ráð.

Fulltrúar minnihluta borgarráðs taka undir þau rök gegn skiptingu menntaráðs sem fram koma í ályktun frá Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara og Kennarafélagi Reykjavíkur og leggja því til að áformum um að skipta menntaráði í tvennt, leikskóla- og grunnskólaráð, verði frestað um að minnsta kosti 1 og hálft til 2 ár. Að þeim tíma liðnum færi svo fram mat menntaráðs á reynslunni af þeirri nýju skipan sem þegar hefur lofað góðu og ótímabært er hafna að svo stöddu.

Gísli Marteinn Baldursson formaður Stjórnkerfisnefndar sagði í viðtali við NFS í dag að gild rök væru fyrir þessari boðuðu breytingu. Hann sagði að í þessu stóra menntaráði hafi leikskólamálin tínst og leggja þyrfti mun meiri áherslu á þau en gert hafi verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×