Innlent

Einnig grunaður um að kasta bensínsprengju

Gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um að eiga þátt í skotárás á hús í Vallahverfi í Hafnarfirði, í fyrradag, var framlengt í dag.

Alls hafa átta verið handteknir í tengslum við skotárásina. Í gær voru tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins í næstu viku en einn til dagsins í dag, Héraðsdómur Reykjaness féllst hins vegar á að framlengja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir honum í dag. Eftir skotárásina á miðvikudag voru mennirnir þrír eftirlýstir og fundust tveir þeirra þegar gerð var húsleit í íbúð í Reykjavík í framhaldinu. Áður en þriðji maðurinn náðist fór hann aftur að húsinu í Vallahverfi og kastaði að því bensínsprengju. Hann náðist þó síðar þar sem hann var á ferð í bíl á götum Reykjavíkur. Lögreglan í Hafnarfirði segir rannsókn málsins ganga vel en vill ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×