Innlent

Björn segir varnarmálastefnu byggða á óskhyggju



Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra telur að það hafi verið óskhyggja að vænta þess að Bandaríkjastjórn samþykkti kröfur íslenskra stjórnvalda um loftvarnir.

Nýskipan öryggis og varnarmála er yfirskrift greinar eftir Björn Bjarnason sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála. Fjallar hann um NATO aðildina og varnarsamninginn í sögulegu samhengi og í ljósi einhliða ákvörðunar Bandaríkjamanna um brottflutning heraflans frá Íslandi. Bendir Björn á að í umræðu um varnarsamniginn gleymist að hann haldi gildi sínu sem öryggistenging fyrir Nato og Ísland - þó svo hér sé ekkert bandarískt herlið. Varnarsamngurinn er gerður á grunni NATO og bendir Björn á að riftun hans gæti jafnvel virst meiri hótun gagnvart NATO en Bandaríkjastjórn - þó erfitt geti reynst að skilja þar á milli.

Í lokaorðum segir Björn að það virðist hafa verið óskhyggja að vænta þess að Bush stjórnin í Bandaríkjunum samþykkti kröfu íslenskra stjórnvalda um loftvarnir. Þetta eru athyglisverð ummæli í ljósi forsögunnar og hótunar Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra um að varnarsamningnum rift tryggðu badnaríkjamenn ekki loftvarnir íslands með viðveru herþotna. Síðast í febrúar ítrekaði Geir Haarde, þáverandi utganríkisráðherra að hér yrðu að vera sýnilegar loftvarnir með fasta viðveru herþotna. Hvort sem um er að ræða nýfengið mat dómsmálaráðherra eða viðhorf sem hann hefur haft lengi vekur athygli að hann telji stefnuna byggða á óskhyggju - sérstakelga þegar haft er í huga að þetta hefur verið megináherslupunktur í samskiptum við bandaríkjastjórn árum saman af hálfu ríkisstjórnar sem Björn hefur setið í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×