Innlent

Rekinn en fær milljarð

Þórður Már Jóhannesson, sem rekinn var úr starfi forstjóra Straums-Burðaráss eftir 10 mánuði hagnast um milljarð króna á kaupréttarsamningum. Magnús Kristinsson gerði þennan samning við hann áður en formlega var gengið frá sameiningu Straums og Burðaráss.



Stríðið um Straum Burðarás er hatrammt og fáheyrðar viðlika deilur á yfirborðinu eins og undanfarið milli fylkinga í eigendahópi banka. Björgólfur Thor Björgólfsson sem fyrir annari, knúði fram meirihlutavilja í stjórn á miðvikudag til þess að reka Þórð Má Jóhannesson úr forstjórastól en sá gjörningur er gagnrýndur harðlega af Magnúsi Kristinssyni, sem fer fyrir kjölfestufjárfestunum sem þar urðu undir.

Samkæmt heimildum NFS fer Þórður Már ekki tómhentur frá störfum eftir þá 10 mánuði sem hann stýrði sameinuðum banka Straums-Burðaráss. Samningur við hann kveður á um kauprétt á hlutum í Straumi sem skilar honum um milljarði króna. Auk þess fær hann laun í tólf mánuði en mánaðarlaunin með bónusum eru ríflega fimm milljónir króna. Heimildir NFS herma að þessi samningur hafi verið gerður af Magnúsi við Þórð örfáum dögum áður en Straumur og Burðarás voru sameinaðir, þegar fyrir lá að Þórður yrði forstjóri - án aðkomu annara. Aðrir stjórnarmenn sáu ekki samninginn fyrr en fyrir örfáum dögum en þykir sýnt að hann staðfesti að Þórður hafi verið maður Magnúsar - þó að Magnús þvertaki fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×