Samningar í höfn - skattleysismörk í 90 þúsund 22. júní 2006 19:20 Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ. Mynd/Jón Hjörtur Hjartarson Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins eru nú að undirrita samninga sem tryggja að ekki kemur til átaka á vinnumarkaði um næstu áramót. Forsenda samninganna var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem gefin var aðilum vinnumarkaðins á sjöunda tímanum. Þar bar helst að skattleysismörk eru hækkuð í 90 þúsund og upphæðin verður verðtryggð frá næstu áramótum. Auk hækkunar á skattleysismörkum verða gerðar breytingar á vaxtabótakerfinu sem hækka vaxtabætur. Auk þess verða barnabætur héreftir greiddar til átján ára aldurs í stað 16 nú. Í ofanálagt lofar ríkisstjórnin á annað hundrað milljónum í starfsmenntasjóð. Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði að á móti þessum aðgerðum yrði því frestað að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent. Hann áætlar kostnaðinn við yfirlýsinguna á sjötta milljarð króna á ársgrundvelli fyrir ríkisvaldið. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins sagðist sáttur við þessa yfirlýsingu og sagði ekkert að vanbúnaði að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins. Strax að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fóru forkólfar ASÍ á fund með SA þar sem samningar voru undirritaðir. Verkalýðshreyfingin fékk ekki þá kröfu sína í gegn gagnvart ríkisstjórininni að sérstakt lægra skattþrep yrði sett á lægstu tekjurnar og auk þess hafnaði ríkisstjórnin því að endurskoða umdeild eftirlaunaréttindi ráðherra og æðstu embættismanna. Fréttir Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins eru nú að undirrita samninga sem tryggja að ekki kemur til átaka á vinnumarkaði um næstu áramót. Forsenda samninganna var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem gefin var aðilum vinnumarkaðins á sjöunda tímanum. Þar bar helst að skattleysismörk eru hækkuð í 90 þúsund og upphæðin verður verðtryggð frá næstu áramótum. Auk hækkunar á skattleysismörkum verða gerðar breytingar á vaxtabótakerfinu sem hækka vaxtabætur. Auk þess verða barnabætur héreftir greiddar til átján ára aldurs í stað 16 nú. Í ofanálagt lofar ríkisstjórnin á annað hundrað milljónum í starfsmenntasjóð. Geir H. Haarde, forsætisráðherra sagði að á móti þessum aðgerðum yrði því frestað að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent. Hann áætlar kostnaðinn við yfirlýsinguna á sjötta milljarð króna á ársgrundvelli fyrir ríkisvaldið. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins sagðist sáttur við þessa yfirlýsingu og sagði ekkert að vanbúnaði að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins. Strax að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fóru forkólfar ASÍ á fund með SA þar sem samningar voru undirritaðir. Verkalýðshreyfingin fékk ekki þá kröfu sína í gegn gagnvart ríkisstjórininni að sérstakt lægra skattþrep yrði sett á lægstu tekjurnar og auk þess hafnaði ríkisstjórnin því að endurskoða umdeild eftirlaunaréttindi ráðherra og æðstu embættismanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira