Innlent

Miðnæturhlaup í Laugardalnum

Laugardalurinn.
Laugardalurinn. Mynd/Stefán

Hið árlega Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaup fer fram í kvöld klukkan tíu við Laugardalslaug. Þetta er í fjórtánda sinn sem hlauið er haldið og hefur þátttakendur fjölgað ár frá ári. Enn er hægt að skrá sig í hlaupið en hægt er að skrá sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk án tímatöku og fimm og tíu kílómetra hlaup með tímatöku. Hlaupið er haldið í tengslum við Jónsmessumót fjölskyldunnar sem verður í Laugardalnum, Heiðmörk og Viðey í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×