Innlent

Engin formleg aðkoma

Dómsmálaráðuneytið kom ekki nærri bréfi sem sent var til bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna Baugsmálsins. Þetta segir ráðuneytisstjóri, sem segir ráðuneytið hafa orðið að stimpla bréfið frá ríkislögreglustjóra svo að það kæmist á leiðarenda.

Sautjánda mars á þessu ári, eða fyrir röskum þremur mánuðum var sent bréf til bandaríska dómsmálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð við rannsóknina á Baugi. Bréfið var sent frá dómsmálaráðuneytinu hér á landi og það segir Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar að hafi gert Björn Bjarnason vanhæfan til að skipa nýjan saksóknara í málinu. Allt sem fari frá ráðuneytinu sé á ábyrgð ráðherra. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri segir að aðkoma ráðuneytisins að málinu sé bara að forminu til. Ríkislögreglustjóri hafi reynt að senda bréfið beint til dómsmálayfirvalda í Bandaríkjunum, en þaðan hafi þau skilaboð borist að bréfið yrði að berast frá dómsmálaráðuneyti Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×