Innlent

Ætlar að leita réttar síns

Helgi Hermannsson fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins ætlar að leita réttar síns og fara fram á bætur fyrir dómstólum. Hann ákvað þetta eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar hefðu brotið gegn persónuvernd með því að skoða tölvupóst Helga.

Helgi Steinar Hermannsson, fyrrum dagskrárstjóri Skjás og núverandi þróunarstjóri hjá 365, lagði fram kvörtun við Persónuvernd þess efnis að yfirmaður hans, Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri Skjás eins, hefði skoðað tölvupóst hans án þess að honum hefði verið boðið að vera viðstaddur slíka skoðun og er það brot á reglum persónuverndar. Í úrskurðinum kemur fram að forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins hefðu verið í símasambandi við Helga daginn sem tölvupósturinn var skoðaður, því hefðu þeir geta boðið Helga að vera viðstaddur.

Guðmundur B Ólafsson, lögmaður Helga, segir ekki einungis hafa verið brotið gegn reglum Persónuverndar heldur hafi formsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins líka brotið gegn reglum fyrirtækisins. Helgi sagðist, í samtali við NFS í dag, ætla að fara með málið fyrir dómstóla og leita réttar síns þar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×