Innlent

Forseti Íslands afhjúpar listaverk í Hull

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Precott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, voru viðstaddir þegar listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hull í Bretlandi í dag, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. Í ár eru 30 ár frá því síðasta þorskastríði Íslendinga og Breta lauk með samningum árið 1976. Af þessu tilefni verður varðskipið Óðinn í heimsókn í Hull og taka varðskipsmenn þátt í athöfninni. Forsetinn mun jafnframt hitta forystumenn þeirra fjölmörgu íslensku fyrirtækja sem starfa í Hull og Grimsby. Þá mun hann eiga fund með Alan Johnson menntamálaráðherra Bretlands, en hann er jafnframt þingmaður Hull kjördæmis.



Minnismerkið um sjómenn við Íslands strendur komið á sinn stað.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Varðskipið Óðinn fánum prýtt í höfninni í Hull.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við afhjúpunina. Varðskipið Óðinn í baksýn.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara, borgarstjóranum í Hull, Georgi Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og Pálma Jónssyni stýrimanni á varðskipinu Óðni auk erlendra gesta. Jón Árni Árnason bátsmaður á Óðni lengst til hægri.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta ÍslandsLHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Viðstaddir að lokinni afhjúpun minnismerkisins.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Borgarstjórinn í Hull og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræðast við að athöfn lokinni.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Borgarstjórinn í Hull flytur ræðu.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir
Georg Kr. Lárusson forstjóri ásamt Sigurði Steinari Ketilssyni skipherra Óðni um borð í varðskipinu.LHG - Agnes Vala Oddsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×