Fleiri fréttir

10, 50 og 100 krónu seðlar innkallaðir

Seðlabanki Íslands er nú að innkalla 10, 50 og 100 krónu seðla en um tvær og hálf milljón slíkra seðla er enn í umferð eða sem nemur um 119 milljónum króna. Þrátt fyrir að fyrir flestum séu 10, 50 og 100 krónu seðlar eitthvað sem heyrir sögunni til eru seðlarnir enn lögeyrir.

Meirihluti í Fjallabyggð

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöldi að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Fleiri meirihlutar eru í burðarliðnum þessa stundina.

Rammasamkomulag undirritað

Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í morgun rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi.

Hætt kominn vegna eitrunar

Ungur Íslendingur var hætt kominn og félagi hans veiktist alvarlega vegna eitrunar á hóteli í Búlgaríu í síðustu viku og eru þeir rétt að ná sér. Mennirnir dvöldu ásamt þriðja íslendingnum á sama hótelherbergi og kvörtuðu undan ágangi skordýra. Að því búnu hélu þeir út en einn þerra sneri fljótt til baka og lagði sig. Þegar hinir komu aftur var hann orðinn veikur og þegar annar þeirra hafði líka lagt sig um stund, vaknaði hann upp með sömu einkenni og hinn. Þeir urðu báðir svo máttfarnir að sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þá upp á herbergi og voru þeir fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir fengu strax bætienfi og næringu í æð, og aðra aðhlynningu. Eftir rúman sólarhring þar, fengu þeir að snúa aftur á hótelið og fengu nýtt herbergi, vegna gruns um að hættulegt skordýraeitur í fyrra herberginu hafi valdið veikindum þeirra. Sindri Alexandersson, sá sem veiktist minna, sagði í viðtali við NFS í morgun að þeir félagar væru orðnir rólfærir og aðeins farnir að geta nært sig, en ætluðu þrátt fyrir allt ekki að flýta heimförinni, enda landið fallegt, og svo muni ferðatrygging greiðslukortanna greiða sjúkrakostnaðinn.

Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir

Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi.

Mikael Torfason nýr ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt

Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn sem ritstjóri Séð og heyrt tímabundið en Elín Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fróða, staðfesti þetta í samtali við NFS. Mikael hefur undanfarið starfað á vegum Dagsbrúnar við undirbúning að fríblaði sem gefa á út í Danmörku.

Málaferli í uppsiglingu

Margvísleg málaferli virðast vera í uppsiglingu eftir úrskurð Óbyggðanefndar um hvaða landsvæði á Suðvesturlandi skulu teljast þjóðlendur í ríkiseign. Þetta er að gerast þrátt fyrir að Óbyggðanefnd hafi hafnað hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna.

Rokkað í Reykjavík aflýst

Tónlistarhátíðinni Rokkað í Reykjavík, sem átti að halda eftir mánuð, hefur verið aflýst vegna dræmrar sölu á aðgöngumiðum.

Bíll valt út af þrengslavegi

Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar bíll hans valt út af þrengslavegi í nótt. Vegfarandi, sem kom þar að, tók ökumanninn upp í og hringdi eftir sjúkrabíl.

Rammasamkomulag undirritað

Fulltrúar Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja ætla í dag að undirrita rammasamkomulag um útvegun Orkuveitunnar og Hitaveitunnar á raforku til álvers í Helguvík á Reykjanesi.

Sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði á Hellisheiði

Óbyggðanefnd hafnaði hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna á Suðvesturlandi, þótt ýmsir hagsmunaaðilar uni illa niðurstöðum nefndarinnar. Einkum er komin upp sérkennileg staða varðandi virkjunarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur á Hellsiheiði.

D- og B-listi mynda meirihluta í Fjallabyggð

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöld að mynda meirihluta í bæjarstjórn.

Rammasamkomulag um álver í Helguvík

Meginlínur orkusamnings vegna álvers í Helguvík liggja nú fyrir og verður rammasamkomulag undirritað í fyrramálið milli Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Gert er ráð fyrir að álverið taki til starfa árið 2010 og framkvæmdir hefjist síðla næsta árs.

Engar reglur um leyfi ríkisstarfsmanna í átta ár

Reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu, sem setja átti fyrir átta árum, hafa enn ekki verið settar. Ástæða þess er misskráning í fjármálaráðuneytinu sem taldi málið afgreitt. Formaður Samfylkingarinnar segir málið pínlegt fyrir ráðuneytið.

Vill sameina slökkviliðin á suðvesturhorninu

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna.

Rétt að draga úr áherslu á ál við milljón tonna framleiðslu

Þegar framleiðsla á áli er komin í eina milljón tonna á ári er af ýmsum ástæðum rétt að draga úr áherslu á þeim vettvangi, sagði iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á þingi í dag. Fyrirspyrjandi sakaði ráðherra um að vera á flótta í málefnum áliðnaðarins.

Rausnarleg gjöf til Sjómannasafnsins

Sjóminjasafnið í Reykjavík fékk í dag afhenta rausnarlega gjöf úr einkasafni hjónanna Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadóttur. Um er að ræða um það bil 700 muni og þykja þeir bera með sér ómetanlegar heimildir um horfna tíma. Sigrún Magnúsdóttir forstöðumaður safnsins að vonum afar þakklát gjöfinni og taldi munina mikla og góða viðbót við Sjómannasafn Reykjavíkur.

Vilhjálmur Þ. og Björn Ingi funda tveir einir

Meirihlutaviðræðurnar í Reykjavík eru á hendi tveggja manna og funda þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson tveir einir um málefnasamning og skiptingu embætta milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Líklegt þykir að flokkarnir skipti með sér formennsku í Orkuveitu Reykjavíkur en málefni eldri borgara verða þungamiðjan í málefnasamningi flokkanna.

Hluti Hellisheiðarvirkjunar telst þjóðlenda - Esjan eign Reykvíkinga og bænda

Málefni Hellisheiðarvirkjunar eru í uppnámi eftir að Óbyggðanefnd kvað upp þann úrskurð í dag að hluti af virkjunarsvæðinu sé þjóðlenda. Skíðasvæðið í Bláfjöllum og Sandskeið teljast einnig þjóðlendur. Kröfu um að háhitasvæði í Trölladyngju falli undir þjóðareign var hins vegar hafnað og Esjan er ekki þjóðlenda heldur telst séreign Reykvíkinga og bænda.

Exista kaupir VÍS eignarhaldsfélag

Fjárfestingarfélagið Exista hefur keypt VÍS, eignarhaldsfélag. Kaupin eru undirbúningur í skráningu í Exista í Kauphöll Íslands en það mun verða eitt stærsta félagið í Kauphöllinni.

Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfum Sjóvás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfum Sjóvás - Almennra vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í tengslum við ólöglegt samráð stóru tryggingarfélaganna. Tuttugu og sjö milljóna króna sekt Sjóvás - Almennra stendur því óhreyfð.

Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar þjóðlenda

Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar er þjóðalenda samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Orkuveitunnar segir úrskurðinn koma á óvart. Kröfu ríkisins um að efsti hluti Esjunnar sé þjóðlenda var hafnað.

Stór hluti hugbúnaðar á Íslandi er stolinn

Um 57 prósent hugbúnaðar á Íslandi er illa fenginn og skipar Ísland sér í sæti með löndum í Austur-Evrópu og Asíu. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til skoðunar að beiðni Microsoft á Íslandi hvernig hægt sé að stemma stigu við hugbúnaðarstuldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem markaðsrannóknarfyrirtækið IDC gerði fyrir samtökin BSA en meðlimir þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Apple, Adope og McAfee.

Valgerður vill rannsókn vegna áletrunar á borða

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent lögreglustjóranum í Reykjavík bréf vegna áletrunar á mótmælaborða í göngu Íslandsvina síðastliðinn laugardag.

Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið.

Uppsagnir í tímaritaútgáfu Fróða

Niðurskurður er á tímaritaútgáfunni Fróða. Ritstjórum tímaritanna Séð og heyrt og Vikunnar hefur verið sagt upp störfum auk nokkurra annarra starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta var tilkynnt á nýafstöðnum fundi í fyrirtækinu í dag.

Bilun hjá þjónustaðila Farice í Skotland

Um kl. 14:20 í dag bilaði ljósleiðari hjá fjarskiptafyrirtækinu THUS í Skotlandi, sem tengir Farice-strenginn frá landtengingu í Norður-Skotlandi til London, og rofnaði þá öll fjarskiptaumferð um Farice-strenginn milli Íslands, Færeyja og Bretlands.

Nýr meirihluti í Skagafirði

Myndun nýs meirihluta í Skagafirði er lokið. Fjórir menn Framsóknarflokksins og einn maður Samfylkingarinnar hafa náð saman og verður Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokks, formaður byggðaráðs.

Síminn einfaldar verðskrá sína

Síminn hefur ákveðið að einfalda verðskrá sína fyrir farsímanotendur sem eru staddir erlendis og vilja taka á móti símtölum frá Íslandi.

Dr. Agnar hlaut hvatningarverðlaunin

Agnar Helgason, doktor í mannfræði, hlaut í dag Hvatningarverðlaun Visinda- og tækniráðs. Forsætisráðherra veitti honum verðlaunin fyrir hönd valnefndarinnar.

Breytingar á forystu Framsóknarflokksins óhjákvæmilegar?

Menn hljóta að skoða þann möguleika að gera breytingar á forystu Framsóknarflokksins. Þetta segir þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson. Hann útilokar ekki að það hafi verið mistök af hálfu flokksins að krefjast forsætisráðherrastólsins.

Meirihluti myndaður í Skagfirði

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Skagafirði hafa samið um myndum meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Oddviti Samfylkingarinnar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verður forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks Gunnar Bragi Sveinsson verður formaður byggðarráðs.

Væntingavísitala Gallups undir 100 stigum

Væntingavísitala Gallups mælist nú undir 100 stigum í fyrsta sinn síðan í desember árið 2002. Þegar hún mælist undir hundrað, þá eru fleiri neytendur svartsýnir á efnahagsástandið, en bjartsýnir.

Kananum lokað í dag

Miðbylgjuútvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eða "kananum", eins og hún var alltaf kölluð, verður lokað í dag samkvæmt brottflutningsáætlun bandaríkjahers.

Reyklausi dagurinn í dag

Alþjóðlegur baráttudagur gegn tóbaksnotkun er í dag, eða „Reyklausi dagurinn" eins og hann var kallaður. Lögð er áhersla á að hvetja fólk til að hætta tóbaksnotkun. Fyrir tuttugu árum sögðust um 27 prósent landsmanna reykja en sú tala er nú komin niður í 20 prósent.

Úrskurður í þjóðlendumálum

Óbyggðanefnd mun í dag kveða upp úrskurð í fimm þjóðlendumálum og fjalla þau öll um landssvæði á Suðvesturlandi. Þau varða Stór-Reykjavík, Ölfus, Grafning, Grindavík, Vatnsleysu og Kjalarnes og Kjós.

Svissneska farþegaþotan enn í Keflavík

Swiss Air farþegaþotan, sem lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að annar hreyfill hennar bilaði þegar hún var stödd skammt frá landinu á leiði sinni til Bandaríkjanna, er enn á flugvellinum. Sextíu manns sem voru um borð gistu í Keflavík og víðar í nótt.

Kosningabaráttan kostaði vart undir 200 milljónum

Kosningabarátta framboðanna fimm í Reykjavík hefur vart kostað undir tvö hundruð milljónum króna, að mati Viðskiptablaðsins. Þó brast ekki á auglýsingaflóð í taugatitringi síðustu dagana, eins og stundum hefur gerst.

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.

Fæturnir hafa stækkað á göngunni

Jón Eggert Guðmundsson göngugarpur sem þræðir nú strandvegi landsins til þess að afla fé fyrir Krabbameinsfélagið kom í Eyjafjörð í gær. Hann segir gönguna hafa gengið vel hingað til en að fæturnir á sér hafi stækkað á síðustu vikum.

Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok.

Sjá næstu 50 fréttir