Innlent

Exista kaupir VÍS eignarhaldsfélag

Fjárfestingarfélagið Exista hefur keypt VÍS, eignarhaldsfélag. Kaupin eru undirbúningur í skráningu í Exista í Kauphöll Íslands en það mun verða eitt stærsta félagið í Kauphöllinni.

Exista ehf er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra holding, Kaupþings banka og sjö sparisjóða. Heildareignir félagsins um síðustu áramót námu rúmlega 160 milljörðum króna og er félagið stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka, Bakkavör Group, Flögu Group og Símanum.

Exista hefur nú keypt 100% hlut í VÍS eignarhaldsfélagi en það átti fyrir um 20% hlut í fyrirtækinu. Kaupverðið er 53,2 milljarðir króna.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista segir tilganginn með kaupunum þríþætt. Í fyrsta lagi að leysa upp krosseignatengsl Exista og KB Banka, en bankinn gaf það út í dag að hann myndi greiða hluta af bréfum sem merktust út sem arð. Í öðru lagi telur hann um mjög góðan fjárfestingarkost að ræða og í þriðja lagi verði við kaupin til eitt stærsta og öflugasta fjármálaþjónustu fyrirtæki á Íslandi.

Eftir kaup Exista á VÍS eignarhaldsfélagi verða stærstu hluthafarnir í Exista Bakkabræður með 47,4% hlut, næst kemur svo Kaupþing banki með 20,9% hlut en hann mun vera búinn að selja allan hlut sinn fyrir lok septembermánaðar. Þriðju í röðinni eru síðan SPRON með 6,3% hlut.

Kaupin eru liður í undirbúningi að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands sem er fyrirhuguð í september næstkomandi. Félagið verður næst stærsta félagið í Kauphöll Íslands. Heildareignir fyrirtækisins eru um 300 milljarða. Eigið fé 153 milljarðar og um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. Lýður segir svið fyrirtækisins nú spanna allt frá vátryggingum, eignarleigustarfsemi, fjárfestingum og öryggisþjónustu. Efnahagsreikingurinn hjá Exista er 288 milljarðar og eigið fé er ríflega 153 milljarðar en Lýður segir fyrirtækið verða það annað stærsta á í Kauphöllinni á eftir KB Banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×