Innlent

Bilun hjá þjónustaðila Farice í Skotland

Um kl. 14:20 í dag bilaði ljósleiðari hjá fjarskiptafyrirtækinu THUS í Skotlandi, sem tengir Farice-strenginn frá landtengingu í Norður-Skotlandi til London, og rofnaði þá öll fjarskiptaumferð um Farice-strenginn milli Íslands, Færeyja og Bretlands segir í tilkynningu frá félaginu.

Bilun þessi varð vegna vinnu verktaka nálægt bænum Brora í Norður Skotlandi. Á þessu svæði er landleið Farice strengsins einföld, þ.e. ekki innan þeirrar varaleiðar sem nýlega var tekin í notkun innan Bretlands.

Vinna við viðgerð er hafin, en ekki er búist við að henni ljúki fyrr en seint í kvöld.

Viðskiptavinir Farice á Íslandi og í Færeyjum hafa eigin varaleiðir um eldri sæstrenginn Cantat-3 og fer öll fjarskiptaumferð landanna tveggja um hann á meðan bilunin varir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×