Innlent

Kananum lokað í dag

Miðbylgjuútvarpsstöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, eða "kananum", eins og hún var alltaf kölluð, verður lokað í dag samkvæmt brottflutningsáætlun bandaríkjahers.

Hún var geysi vinsæl meðal íslenskra ungmenna, eða allt þar til Rás tvö og Bylgjan komu til sögunnar fyrir um 20 árum. Var það ekki að undra því kaninn sendi út nýjustu og vinsælustu popptónlistina allan sólarhringinn, á sama tíma og popptónlist var aðeins útvarpað í nokkrar klukkustundir á viku á Ríkisútvarpinu, sem var eina íslenska útvarpsstöðin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×