Innlent

Bíll valt út af þrengslavegi

Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar bíll hans valt út af þrengslavegi í nótt. Vegfarandi, sem kom þar að, tók ökumanninn upp í og hringdi eftir sjúkrabíl.

Ók hann með hinn slasaða til móts við sjúkrabílinn, sem tók svo við honum og flutti hann á Slysadeild Landsspítalans, þar sem gert var að sárum hans. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en þoka var í þrengslunum þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×