Innlent

Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar þjóðlenda

Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun MYND/Vísir

Hluti virkjanasvæðis Hellisheiðarvirkjunar er þjóðalenda samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Orkuveitunnar segir úrskurðinn koma á óvart. Kröfu ríkisins um að efsti hluti Esjunnar sé þjóðlenda var hafnað.

Óbyggðanefnd kvað í dag upp úrskurði um þjóðlendur á höfuðborgarsvæðinu, Grafing, Grindavík, Ölfusi, Vatnsleysu og Kjalarnes og Kjós. Í málunum tókust á einstakir jarðeigendur og sveitarfélög annars vegar og hins vegar fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins.

Óbyggðanefnd kvað alls upp fimm úrskurði. Hluti af á Vatnsenda og Elliðavatnssvæðinu er talinn til afréttar Seltjarnarneshrepps og úrskurðuð þjóðlenda og afréttur. Kröfu íslenska ríkisins um að efsti hluti Esjunnar og Blikadals sé þjóðlenda var hafnað.

Úrskurðað var að þjóðlendamörk Ölfusafréttir liggi yfir land Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta þýðir Orkuveitan missir land þar sem Hellisheiðavirkjun er. Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir úrskurðinn koma á óvart. Þeir hafi keypt landið á sínum tíma. Næstu skref séu að fara yfir málið og ákveða hvort farið verði með málið fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×