Fleiri fréttir

Ekkert að gerast í varnarviðræðum

Brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi gengur mun hraðar en íslensk stjórnvöld hefðu getað gert sér grein fyrir. Forsætisráðherra segir ekkert nýtt að gerast í varnarviðræðunum.

Heitt í kolunum á þingi í dag

Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí.

Fallist á kröfu verjenda í Baugsmálinu

Fallist var á kröfu verjenda í Baugsmálinu þess efnis að fá að spyrja matsmenn sérstaks saksóknara um tölvupóst sem sönnunargögn. Að sögn Jakobs R. Möllers, verjanda Tryggva Jónssonar, hefur niðurstaða dómsins mikla þýðingu fyrir vörn ákærðu.

Sjálfstæðirmenn og Framsókn funda í Árborg

Slitnað hefur upp úr viðræðum vinstri flokkanna í Árborg um myndun meirihluta í bæjarfélaginu. Sjálfstæðismenn hafa þegar hafið viðræður við Framsóknarmenn um meirihlutasamstarf. Upp úr viðræðunum slitnaði þegar ekki náðist samkomulag um málefni skólans á Eyrabakka og Stokkseyri en Samfylking og Framsókn vildu áfram haldandi uppbyggingu hans á meðan Vinstri grænir höfðu aðrar hugmyndir.

Búið að bjarga slösuðum frá Hvannadalshnjúki

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur náð að bjarga þremur mönnum sem slösuðust í snjóflóði á leiðinni upp á Hvannadalshnjúk. Mennirnir eru komnir til Hafnar og verða fluttir þaðan með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, til Reykjavíkur. Einn mannanna er ökklabrotinn og annar með snúinn ökkla og hugsanlega skaddað liðband.

Fimm fallhlífastökkvarar stukku úr flugvél yfir Hvannadalshnjúki

Fimm fallhífastökkvarar á vegum Landsbjargar stukku úr flugvél til að koma fólkinu til bjargar sem lenti í snjóflóðinu á Hvannadalshnjúk um hádegi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem björgunarmenn stökkva í fallhlíf úr flugvél í björgunaraðgerðum á Íslandi.

Ólafur Ragnar haldinn til Litháen

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt til Litháen í morgun. Þar í landi ætlar hann meðal annars að taka þátt í ársþingi samtakanna Evrópskar borgir gegn fíkniefnum. Þegar hafa um það bil tuttugu borgir í Evrópu staðfest þátttöku í verkefninu.

Þrír menn slasaðir

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn.

Þyrlan getur ekki bjargað mönnunum af Hvannadalshnjúki

Skýjabakkar eru að setjast inn að Hvannadalshnjúki og er nú útséð með að þyrla Landhelgisgæslunnar geti lent til bjargar mönnunum fimm sem lentu þar í snjóflóði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu eru allir mennirnir eitthvað lemstraðir, en enginn alvarlega. Einhverjir eru ökklabrotnir og því ógöngufærir.

Þyrlan kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis

Þyrla Landhelgisgæslunnar er komin á vettvang á Hvannadalshnjúki þar sem fimm menn lentu í snjóflóði upp um hádegisbil í dag en kemst ekki að mönnunum vegna skyggnis.

Mennirnir þrekaðir og einn fótbrotinn

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið, nánar titekið milli Dyrhamars og hnjúksins. Samkvæmt heimildum Landhelgisgæslunnar eru þrír manna eitthvað slasaðir og meðal annars talið að einn þeirra sé fótbrotinn. Þeir eru þrekaðir eftir að hafa lent í snjóflóðinu og talið nauðsynlegt að sækja þá hið fyrsta.

Fimm menn lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki

Fimm manns lentu í snjóflóði á Hvannadalshnjúki um hádegisbilið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, er á leið á staðinn en samkvæmt fyrstu fregnum sem lögreglan á Höfn hefur um málið eru þrír slasaðir, en þó ekki alvarlega.

Símaskráin í sérstakri hátíðarútgáfu

Ný símaskrá er komin út og það í hundraðasta sinn en símaskráin var fyrst gefin út árið 1906. Að því tilefni hefur verið gefin út sérstök afmælisútgáfa en í henni er að finna fyrstu símanúmeraskránna sem gefin var út á Íslandi.

Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum.

Ekki samið um neitt fyrir kosningarnar

Forystumenn stjórnarflokkanna segja ekkert hæft í samsæriskenningum um að búið hafi verið að semja um stuðning Sjálfstæðismanna við frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, áður en flokkarnir mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir ekki hafa verið samið neitt um myndun nýs meirihluta milli flokkanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þeir eu báðir hæstánægðir með nýja meirihlutann.

Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi?

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi.

Bændur óhressir með tryggingar

Bændur eru óhressir með svonefndar rekstrarstöðvunartryggingar, sem Sjóvá býður þeim upp á, án þess að eftir því hafi verið leitað. Sérstaklega telja bændur það til vansa að Sjóvá skuli senda greiðsluseðla án útskýringa og í mörgum tilvikum beint til greiðsluþjónustu viðskiptabanka bændanna.

Innbrotsþjófar gleymdu myndavélinni

Lögreglan á Selfossi leitar nú nokkurra innbrotsþjófa sem brutust inn í sumarbústað i Grímsnesi um helgina og virðast hafa slegið upp teiti á staðnum. Góður gleðskapur er gjarnan festur á filmu og gerður þjófarnir enga undantekningu á því. Það varð þeim hinsvegar að falli, því þeir gleymdu myndavélinni á vettvangi og telur lögreglan sig þegar þekkja einn þeirra af myndum úr teitinu, og ætlar að hafa tal af honum í dag.

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Reyndi að stinga lögregluna af

Ungur ökumaður bifhjóls, sem reyndi að stinga lögregluna af í Reykjavík í gærkvöldi, slapp ómeiddur þótt hann hafi tvisvar fallið af hjólinu á flóttanum. Þegar lögreglumenn reyndu að hafa tal af honum í miðborginni gaf hann í austur Sæbraut, þar sem hann féll á gatnamótunum við Snorrabraut.

Sumarþing hefst í dag

Sumarþing hefst í dag en þingmenn tóku sér frí í byrjun mánaðarins vegna nýliðinna sveitarstjórnarkosninga. Nefndarfundir hófust í gær og halda áfram í fyrramálið. Fjöldi mála liggur fyrir þinginu og um flest þeirra er væntanlega sátt á milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Um nokkur mál standa þó deilur og þingfundur hefst á því að ræða eitt þeirra, nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið.

Ökumaður slapp með skrekkinn

Þau undur gerðust í Njarðvík í gærkvöldi að vél í nýlegum jepplingi hreinlega sprakk í miðjum akstri, og eldur kviknaði í vélarhúsinu. Vegfarandi gat haldið eldinum í skefjum þar til slökkviliðið kom á vettvang og slökkti hann. Kom þá í ljós að sjálf blokkin í vélinni var sprunginn og ýmislegt innvols úr vélinni lá í götunni auk þess sem olía og kælilvökvi láku úr vélinnin þannig að slökkviliðsmenn þurftu að hreinsa vettvanginn. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en orsakir þessa eru ókunnar.

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

117 höfnuðu tillögum

Alls 117, eða þriðjungur kosningabærra, höfnuðu öllum þremur tillögum að nöfnum á nýsameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps á Ströndum.

Helgi Steinsson efstur

Í Hörgárbyggð var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 287 og þar af greiddi 181 atkvæði. Kosningu hlutu Helgi B. Steinsson, Birna Jóhannesdóttir, Árni Arnsteinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.

Úrslit í Skútustaðahreppi

Óbundinni kosningu í Skútustaðahreppi er lokið. Á kjörskrá voru 306 og greiddu 190 manns atkvæði.

Vinstri grænir í Kópavogi harma ákvörðun Framsóknarmanna

Vinstri græn í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þá ákvörðun Framsóknarmanna í Kópavogi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjónr Kópavogs. Segja Vinstri grænir framsóknarflokkinn þar með kasta frá sér sögulegu tækifæri til að losna úr viðjum þess meirihluta sem er á góðri leið með að þurrka Framsóknarflokkinn út, ekki bara í Kópavogi heldur víðast hvar á landinu.

Landsvirkjun opnar tilboð í IP Telephone Exchange

Í dag opnaði Landsvirkjun tilboð í IP Telephone Exchange. Alls bárust níu tilboð og var það hæsta frá EJS og hljóðaði það upp á rúmar 12 komma 8 milljónir króna. Notrek ehf. átti næsthæsta tilboðið og Sensa það þriðja hæsta.

Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð afgreitt úr iðnaðarnefnd

Frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis í dag. Á morgun hefst sumarþing, -en þingmenn tóku sér frí 4. maí vegna nýliðina sveitarstjórnarkosninga.

Karlar til ábyrgðar á laggirnar

Félagsmálaráðherra skrifaði í morgun undir samning um verkefnið Karlar til ábyrgðar. Verkefnið er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karlmenn sem beita ofbeldi á heimilum. Sálfræðingar munu annast meðferðarstarfið en áhersla er lögð á að mennirnir vilji sjálfir leita sér hjálpar.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson næsti Borgarstjóri - Björn Ingi formaður Borgarráðs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður næsti borgarstjóri í Reykjavík en nú síðdegis samdi hann við Björn Inga Hrafnsson um myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn. Þetta var tilkynnt klukkan fimm í dag en þremur stundum fyrr sleit Vilhjálmur viðræðum við oddvita Frjálslynda flokksins um myndun meirihluta.

Eyþór tekur ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar strax

Eyþór Arnalds missir ökuréttindi í tólf mánuði og greiðir 150 þúsund króna sekt, samkvæmt lögreglusátt sem hann gekk frá á föstudaginn. Hann tekur ekki sæti sitt í bæjarstjórninni í Árborg fyrr en árið er liðið. Sem kunnugt er ók Eyþór ölvaður á ljósastaur við Kleppsveg fyrir rúmlega hálfum mánuði. Hann hefur þegar skilað inn ökuskírteininu og greitt sektina.

Nauðgun kærð í Vestmannaeyjum

Nítján ára stúlka kærði þrítugan mann fyrir nauðgun í heimahúsi í Vestmannaeyjum á aðfaranótt laugardags. Maðurinn var tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglu en var sleppt að því loknu. Einhver ölvun tengist málinu. Eftir er að yfirheyra vitni en málið er enn í rannsókn.

Úrslit í Súðavíkurhreppi

Óbundinni kosningu í Súðavíkurhreppi er lokið. Á kjörskrá voru 165 og greiddu 110 manns atkvæði.

Bilun í stjórnbúnaði ljósabekks olli bruna

Nú er ljóst að eldurinn sem kom upp í Akureyrinni úti fyrir Látrabjargi á laugardag kviknaði vegna bilunar í stjórnbúnaði ljósabekks sem staðsettur var í frístundarými skipsins.

Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið

Samfylkingin á Akureyri hefur slitið meirihlutaviðræðum við L-lista og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í bæjarstjórn Akureyrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni.

Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti.

Hinn ófullkomni glæpur

Hópur fólks braust inn í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina til þess að halda þar partí. Fólkið hafði ekkert á brott með sér en skildi eftir sig bjórdósir - og myndavél með myndum af fólkinu í gleðskapnum. Með svo þægileg sönnunargögn í höndunum var lögreglan á Selfossi ekki lengi að hafa uppi á sökudólgunum.

Bein útsending frá blaðamannafundi um myndun meirihluta í borginni á NFS og Vísi kl. 17

Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á NFS og hér á Vísi klukkan 17. Fundurinn fer fram við heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita D-lista, í Breiðholti. Samkvæmt heimildum NFS hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn náð samkomulagi um myndun meirihluta í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að ná samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg skv. heimildum NFS. Tilkynning um málið verður send út innan tveggja klukkustunda samkvæmt sömu heimild. Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun meirihlutans á NFS kl. 17.

Ekkert amar að Íslendingunum í Kabúl

Ekkert amar að tíu Íslendingum sem eru að störfum í Kabúl, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu, en minnst átta manns hafa fallið og rúmlega hundrað slasast í átökum í borginni í dag.

Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri.

Rannsókn lokið á brunanum í Akureyrinni

Lögreglan í Hafnarfirði hefur nú lokið rannsókn á eldsupptökum í Akureyrinni EA-110. Að sögn lögreglu kviknaði eldurinn út frá rafmagni í ljósabekk í frístundarými skipsins, sem er rétt við vistarverur skipverja. Rannsókn málsins stendur enn yfir.

Framsóknarflokkurinn lagður í einelti

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórn Kópavogs. Oddviti Framsóknarflokksins segir flokkinn hafa orðið fyrir einelti en hann segir forystu flokksins bera ákveðna ábyrgð á slöku gengi og býður spenntur eftir að sjá hvernig hún ætlar að axla þá ábyrgð.

Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur.

Sjá næstu 50 fréttir