Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu 30. maí 2006 22:30 MYND/Stefán Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Nefndin er sett á laggirnar í kjölfar umræðu í síðustu viku um hleranir á tímum kalda stríðsins. Þá kynnti Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur niðurstöður rannsóknar sinnar en þær leiddu í ljós að íslensk stjórnvöld hefðu hlerað síma hjá þingmönnum, flokkum, dagblöðum og félagasamtökum á árunum 1949 til 1968. Því hafa komið fram kröfur um að rannsaka beri opinber gögn um innra öryggis ríkisins á tímum kalda stríðsins til þess að komast meðal annars að því hvort upplýsinga um einstaklinga hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Til þess að það sé hægt þurfa fræðimenn að hafa aðgang að gögnunum. Er nefndinni sem ríkisstjórnin hyggst skipa ætlað að skoða gögn um öryggismál Íslands á árunum 1945-1991 og og ákvarða í samráði við forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneyti hvort leyfa eigi frjálsan aðgang að þeim. Með opinberum gögnum er meðal annars átt við gögn Landssíma Íslands, dómstóla og lögregluyfirvalda frá tímabilinu. Ef þingsályktunartillagan nær fram að ganga verður stjórnarformaður Persónuverndar formaður nefndarinnar en auk hanns sitja þjóðskjalavörður, forseti Sögufélags, skrifstofustjóri Alþingis og formaður stjórnmálafræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í nefndinni. Henni er ætlað að skila skýrslu til Alþingis í síðasta lagi í árslok. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Nefndin er sett á laggirnar í kjölfar umræðu í síðustu viku um hleranir á tímum kalda stríðsins. Þá kynnti Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur niðurstöður rannsóknar sinnar en þær leiddu í ljós að íslensk stjórnvöld hefðu hlerað síma hjá þingmönnum, flokkum, dagblöðum og félagasamtökum á árunum 1949 til 1968. Því hafa komið fram kröfur um að rannsaka beri opinber gögn um innra öryggis ríkisins á tímum kalda stríðsins til þess að komast meðal annars að því hvort upplýsinga um einstaklinga hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Til þess að það sé hægt þurfa fræðimenn að hafa aðgang að gögnunum. Er nefndinni sem ríkisstjórnin hyggst skipa ætlað að skoða gögn um öryggismál Íslands á árunum 1945-1991 og og ákvarða í samráði við forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðuneyti hvort leyfa eigi frjálsan aðgang að þeim. Með opinberum gögnum er meðal annars átt við gögn Landssíma Íslands, dómstóla og lögregluyfirvalda frá tímabilinu. Ef þingsályktunartillagan nær fram að ganga verður stjórnarformaður Persónuverndar formaður nefndarinnar en auk hanns sitja þjóðskjalavörður, forseti Sögufélags, skrifstofustjóri Alþingis og formaður stjórnmálafræðiskorar félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í nefndinni. Henni er ætlað að skila skýrslu til Alþingis í síðasta lagi í árslok.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira