Innlent

Hætt kominn vegna eitrunar

Ungur Íslendingur var hætt kominn og félagi hans veiktist alvarlega vegna eitrunar á hóteli í Búlgaríu í síðustu viku og eru þeir rétt að ná sér.

Mennirnir dvöldu ásamt þriðja íslendingnum á sama hótelherbergi og kvörtuðu undan ágangi skordýra. Að því búnu hélu þeir út en einn þerra sneri fljótt til baka og lagði sig. Þegar hinir komu aftur var hann orðinn veikur og þegar annar þeirra hafði líka lagt sig um stund, vaknaði hann upp með sömu einkenni og hinn. Þeir urðu báðir svo máttfarnir að sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þá upp á herbergi og voru þeir fluttir á sjúkrahús, þar sem þeir fengu strax bætienfi og næringu í æð, og aðra aðhlynningu.

Eftir rúman sólarhring þar, fengu þeir að snúa aftur á hótelið og fengu nýtt herbergi, vegna gruns um að hættulegt skordýraeitur í fyrra herberginu hafi valdið veikindum þeirra.

Sindri Alexandersson, sá sem veiktist minna, sagði í viðtali við NFS í morgun að þeir félagar væru orðnir rólfærir og aðeins farnir að geta nært sig, en ætluðu þrátt fyrir allt ekki að flýta heimförinni, enda landið fallegt, og svo muni ferðatrygging greiðslukortanna greiða sjúkrakostnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×