Innlent

10, 50 og 100 krónu seðlar innkallaðir

MYND/Vísir

Seðlabanki Íslands er nú að innkalla 10, 50 og 100 krónu seðla en um tvær og hálf milljón slíkra seðla er enn í umferð eða sem nemur um 119 milljónum króna. Þrátt fyrir að fyrir flestum séu 10, 50 og 100 krónu seðlar eitthvað sem heyrir sögunni til eru seðlarnir enn lögeyrir.

Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir að verið sé að innkalla seðlana þar sem þeir séu verðlitlir en eru enn lögeyrir. Útgáfu seðlanna er löngu hætt og í raun búið að skipta þeim út fyrir mynt.

Seðlarnir voru prentaðir við gjaldmiðilsbreytinguna 1981 og en mynt kom í staðin fyrir þá á árunum 1984 til 1995. Tryggvi telur að eintök af seðlunum í einkaeigu séu um tvær og hálf milljón en upphæð seðlanna er 119 miljónir króna.

Þeir sem að vilja skila inn seðlum hafa fram til 1. júní á næsta ári til þess að skila þessu inn í banka og sparisjóði og svo tekur Seðlabankinn við seðlunum í ár í viðbót fyrir þá sem ekki skila innan þessa frests.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×