Innlent

Stór hluti hugbúnaðar á Íslandi er stolinn

MYND/Valgarður Gíslason

Um 57 prósent hugbúnaðar á Íslandi er illa fenginn og skipar Ísland sér í sæti með löndum í Austur-Evrópu og Asíu. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til skoðunar að beiðni Microsoft á Íslandi hvernig hægt sé að stemma stigu við hugbúnaðarstuldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem markaðsrannóknarfyrirtækið IDC gerði fyrir samtökin BSA en meðlimir þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Apple, Adope og McAfee.

Í skyrslunni kemur fram að Ísland er aftarlega á merinni hvað varðar löglega notkun hugbúnaðar og sýnir skýrslan að 57 prósent hugbúnaðar á Íslandi sé illa fenginn. Þetta er miklu hærra hlutfall heldur en þekkist á sambærilegum mörkuðum til að mynda í Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum eða á hinum Norðurlöndunum en þar er hlutfall illa fengins hugbúnaðar um 30 prósent. Hlutfallið er líka meira hér en á heimsvísu þar sem um 35 prósent alls hugbúnaðar er stolinn. Í niðurstöðum skýrslunnar er tekið fram að nauðsynlegt sé að hefja strax aðgerðir til að lækka þetta hlutfall á Íslandi meðal annars með lagasetninguog auknu eftirliti. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra var spurður að því á Alþingi í dag hvað ef eitthvað stjórnvöld hyggðust gera til að koma í veg fyrir hugbúnaðarstuld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×