Innlent

Mikael Torfason nýr ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt

Mikael Torfason
Mikael Torfason MYND/Vísir

Mikael Torfason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur verið ráðinn sem ritstjóri Séð og heyrt tímabundið en Elín Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fróða, staðfesti þetta í samtali við NFS.

Mikael hefur undanfarið starfað á vegum Dagsbrúnar við undirbúning að fríblaði sem gefa á út í Danmörku. Fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, og ritstjórum Vikunnar og Húsa og hýbýla, var öllum sagt upp í gær en Fróði gefur út umrædd tímarit. Um leið var greint frá því að tap hafi verið af útgáfunni og henni hætt eftir þrjá mánuði, verði ekki breyting gengir rekstursins. Þá var ritstjóra tímaritsins Hér og nú, Breka Logasyni, sagt upp störfum í gær en blaðið er gefið út af 365 prentmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×