Innlent

Síminn einfaldar verðskrá sína

Síminn hefur ákveðið að einfalda verðskrá sína fyrir farsímanotendur sem eru staddir erlendis og vilja taka á móti símtölum frá Íslandi. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að frá og með 19. maí síðastliðnum greiða viðskiptavinir Símans einungis 39 krónur á mínútuna fyrir að taka á móti símtali í GSM síma, hvar sem þeir eru staddir utan Íslands. Gjaldfært er fyrir hverja míntútu.

Síminn hefur að undanförnu leitast við að einfalda gjaldskrá sína og koma þannig til móts við þann hóp manna sem ferðast mikið utan Íslands. Verð á þessum símtölum hefur verið mismunandi en með einfaldari verðskrá geta viðskiptavinir Símans frekar fylgst með símareikningum sínum á ferðalögum.

Áfram verður gjaldfært fyrir þau aukagjöld sem erlend símafyrirtæki gætu tekið fyrir þjónustu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×