Innlent

Málaferli í uppsiglingu

Margvísleg málaferli virðast vera í uppsiglingu eftir úrskurð Óbyggðanefndar um hvaða landsvæði á Suðvesturlandi skulu teljast þjóðlendur í ríkiseign. Þetta er að gerast þrátt fyrir að Óbyggðanefnd  hafi hafnað hátt í helmingi krafna ríkisins til þjóðlendna.

Í undirbúningi er að áfrýja til dómstóla þeim hluta sem snýr að afréttarlöndum Ölfusinga, þar sem heimamenn hafa sýslað með námuréttin vatnsréttindi og þesshátar til þessa dags. Eigandi Vatnsenda jarðarinnar er líka að undirbúa áfrýjun, meðal annars vegna vatnsréttinda sem hann missir við úrskurðinn.

Þá er áfrýjun einnig til skoðunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur en þar er komin upp sérkennileg staða varðandi vikrjunarsvæði Orkuveitunnar á Hellsiheiði, að  hluti virkjunarsvæðisins, sem Orkuveitan keypti af ríkinu fyrir nokkrum árum, meðal annars með heimild fjármálaráðherra, er nú orðin þjóðlenda að kröfu ríkisins, en það er einmitt fjámálaráðherra, sem  fer með kröfur ríkisins í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×