Innlent

Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun

Boðsgestir Landsvirkjunar komu með Boeing 757 þotu Icelandair til Egilsstaða vegna hornsteinslagningar Kárahnjúkavirkjunar í stöðvarhúsinu í Fljótsdal í dag. Sannkallað vetrarveður tók á móti gestunum.
Boðsgestir Landsvirkjunar komu með Boeing 757 þotu Icelandair til Egilsstaða vegna hornsteinslagningar Kárahnjúkavirkjunar í stöðvarhúsinu í Fljótsdal í dag. Sannkallað vetrarveður tók á móti gestunum. MYND/Haraldur Bjarnason

Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar. Gestirnir skoðuðu Kárahnjúkastíflu fyrir hádegi og snæða hádegisverð í vinnubúðunum þar en eftir hádegi mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, leggja hornstein að virkjuninni. Fremur sjaldgæft er að flugvél af þessari stærð lendi á Reykjavíkurflugvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×