Innlent

Sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg

Átta skip eru að ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan lögsögunnar, í hópi tæplega sjötíu skipa sem þar stunda löglegar veiðar. Samtökin Greenpeace hafa skorið upp herör gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum, sem stundaðar eru víða um heim.

Það var skip við skip skammt utan við 200 mílna lögsögunna þegar Landhelgisgæslan flaug þar yfir. Samtals voru skipin þar tæplega 70 og níu þeirra voru að ólöglegum veiðum- sum þeirra þekkt sjóræringjaskip. Gæslan getur ekki ekki gripið inní og stöðvað þessar veiðar þar sem hún hefur ekki lögsögu utan landhelgi. Ekki er því hægt að færa skipin til hafnar. Það eina sem hægt er að gera er að setja skipin á svartan lista sem á að hafa það í för með sér þau fá ekki þjónustu í aðildarríkjum Norðuratlantshafsfiskveiðiráðsins en í því eru Evrópusambandslöndin öll, Rússland, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noregur auk Íslands.



Fulltrúi Greanpeace var með í för í morgun í flugi Landhelgisgæslunnar en samtökin hafa beitt sér gegn ólöglegum úthafsveiðum ekki aðeins við Ísland heldur einnig í Barentshafi og undan vesturströnd Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×