Innlent

Allir með fleiri en eitt hlutverk

úr sýningunni Við erum öll Marlene Dietrich FOR.
úr sýningunni Við erum öll Marlene Dietrich FOR. Mynd/ÍD.

Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi.

Sýningum á Við erum Öll Marlene Dietrich FOR lauk í febrúar á síðasta ári en uppselt var á allar fimm sýningarnar. Það er Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur sem samdi verkið ásamt Emil eikstjóranum Emil Hrvatin. Alls taka níu manns koma í sýningunni en tónlistarmenn og dansarar koma allir fram sem og hljóðmaðurinn svo það er óhætt að segja að hver og einn hafi mörgum hlutverkum að gegna. Fimm dansaranna eru frá Íslenska dansflokknum og þá er einn frá Frakklandi. Hluti fjöllistahópsins PONI frá Belgíu sér um tónlistina. Diederik Peeters hefur verið með í sýningunni því sem næst frá byrjun en hann spilar á trompet og bassa, auk þess flytur hann texta og er hreyfir sig í sýningunni. "Fyrir mér er það eðlilegur hlutur að nýta tólistarmenn í sýningunni sem hluta af sýnendum á sviðinu." Erna segist spennt fyrir að sýna sýninguna aftur hér á landi. Hún segir að sýningin hafi slípast til síðan hún var sýnd hér á landi og því ættu áhorfendur ekki að vera sviknir að sjá hana.

Sýningin verður sýnd á Listahátíð Reykjavíkur 15. 16. og 17 maí n.k.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×