Innlent

Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins

Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki.

Þau Baldur Vignir Karlsson og Laufey Emilsdóttir sem starfa saman á Geðdeild Landspítalans segja að hugmyndin af mótmælunum hafi kviknað í vinnunni. Innblásin af innihaldi bókarinnar ákváðu þau að skipuleggja mótmæli gegn virkjunarstefnu íslenskra ráðamanna og eiga þau að fara fram 24. maí fyrir utan Alþingishúsið.

Þó bókin Draumalandið hafi verið kveikjan af þessum aðgerðum segir Baldur að lestur hennar sé ekki skilyrði fyrir því að taka þátt heldur aðeins væntumþykju fyrir landinu. Hann hvetur fólk þó til að kynna sér efni hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×