Fleiri fréttir

Ásatrúarmenn yfir þúsund talsins

Ásatrúarmenn eru í fyrsta sinn síðan í heiðnum sið orðnir fleiri en þúsund talsins á Íslandi. Félagafjöldinn í Ásatrúarfélaginu hefur tífaldast síðustu fimmtán árin.

Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi

Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa.

Fornleifar og nýjasta tækni

Landnámssýningin Reykjvík 871 +/- 2 verður opnuð formlega á morgun í tilefni Listahátíðar Reykjavíkur. Óhætt er að segja að á sýningunni mætist tímarnir tvennir en fornleifum frá víkingaöld er teflt saman við nýjustu margmiðlunartæknina með góðum árangri.

Virkjun formælt í hornsteininum

Skilaboð frá andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar verða í hornsteininum sem lagður verður að stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Landsvirkjun ákvað þetta eftir að forseti Íslands hafði milligöngu um að koma beiðni andstæðinga virkjunarinnar á framfæri.

Dorrit Moussaieff tvívegis í vandræðum í Ísrael á einum mánuði.

Dorrit Moussaieff forsetafrú ætlar að sækja um íslenskan ríkisborgararétt eftir fáeina daga. Hún hefur tvívegis á einum mánuði lent í vandræðum hjá starfsmönnum ísraelska innflytjendaeftirlitsins og segist ekki viss um hvort hún vilji fara þangað aftur.

Fasteignir halda ekki í við verðbólgu segir KB

Fasteignaverð í Reykjavík er nú það áttunda hæsta meðal evrópskra höfuðborga, samkvæmt nýrri skýrslu KB-banka. Sérfræðingur bankans telur víst að að fasteignaverð muni lækka að raunvirði á næstunni.

Ekki kosið um álver í Hafnarfirði

Ekki verður af atkvæðagreiðslu meðal Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík, -samhliða bæjarstjórnarkosningunum eftir hálfan mánuð, -eins og talað hefur verið um. Þetta kom fram í máli Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra á Fréttavaktinni eftir hádegi á NFS í dag.

Þjónustan muni ekki batna

Læknar við Landspítalann óttast að nýtt hátæknisjúkrahús muni alls ekki skila sjúklingum betri þjónustu en nú. Húsakynni og stjórn spítalans verði stærri, en þjónustan batni ekki.

Fangelsi verður að gera fanga að betri mönnum

Fangelsismálastjóri segir óforsvaranlegt annað en að fangelsin skili föngum út í þjóðfélagið sem betri mönnum. Talsmaður fanga á Litla Hrauni segir aðstöðuna góða, en hún miðist við ástand sem feli í sér mikla inniveru.

Alcan fær orku frá Hellisheiðarvirkjun

Alcan og Orkuveita Reykjavíkur skrifuðu í morgun undir sextíu milljarða króna samning sem tryggir stækkuðu álveri í Straumsvík 200 megawött á ári, -sem er tæplega helmingur þeirrar orku sem til þarf.

Háskólinn þarf 4,9 milljarða til að verða meðal þeirra bestu

Heildartekjur Háskóla Íslands þurfa að aukast um tæpa fimm milljarða til að skólinn geti náð í hóp hundrað bestu skóla í heimi. Fjármagnið yrði notað til eflingar doktorsnáms og rannsóknavinnu við skólann. Leiðin í hóp hinna bestu var mörkuð í háskólanum í dag.

Sýknað af fimm milljóna bótakröfu

Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið í dag af skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Olíufélagið til að greiða starfsmanninum tæpar fimm milljónir króna í bætur.

Fimmtán mánuðir fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi.

Kópavogur tilnefnir heiðurslistamann

Erna Ómarsdóttir dansari og danshöfundur var nú rétt í þessu útnefnd heiðurslistamaður Kópavogs. Erna er yngsti listamaðurinn sem hlotið hefur þennan heiður í Kópavogi, en hún þykir hafa náð langt í listsköpun sinni og verið landi og þjóð til sóma.

Vinstri grænir í Hveragerði kæra úrskurð kjörstjórnar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Hveragerði hefur kært úrskurð kjörstjórnar í bænum fyrir að hafna Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur á lista og leggjast gegn því að nýr frambjóðandi yrði tilnefndur í hennar stað.

Verðbólgan hefur þrefaldast á einu ári

Verðbólga mælist nú þrefalt meiri en hún var á sama tíma í fyrra og hefur ekki mælst hærri síðan í mars 2002. Útlit er fyrir að verðbólga hækki enn og spá greiningardeildir bankanna því að hún verði sjö til níu prósent yfir árið.

Hraðamyndavélum fjölgað í Reykjavík

Borgarráð samþykkti í dag að setja upp hraðamyndavélar á helstu hraðakstursstöðum í Reykjavík. Lögreglan segir myndavélar hjálpa mikið við að stöðva þá sem liggur lífið á. Hraðamyndavélarnar verða staðsettar við helstu umferðaræðar borgarinnar, svo sem Sæbraut, Breiðholtsbraut og Ártúnsbrekku þar sem ökumenn hafa ítrekað virt hraðatakmarkanir að vettugi.

Hreinar fjörur í Hafnarfirði

Í sumar verða allar fjörur í eldri hluta Hafnarfjarðarbæjar hreinar. Í dag var tekin í notkun dælustöðin við Norðurgarð en með því lauk fyrri hluta áfanga stórframkvæmda Fráveitu Hafnarfjarðar.

Kristín Guðmundsdóttir er elsti íbúi Hafnarfjarðar

Kristín Guðmundsdóttir er elsti íbúi Hafnarfjarðar en hún varð 104 ára í dag. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar heimsótti afmælisbarnið í tilefni dagsins og færði henni blóm. Kristín hefur alla tíð verið heilsuhraust, heyrn er þó farin að daprast en hún hefur enn mjög góða sjón.

208% aukning í sölu á MP3 hringitónum

Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma.

Þátttökumet á Hjólreiðardegi fjölskyldunnar

Mikill áhugi á hjólreiðum virðist hafa vaknað með þjóðinni. Þessa ályktun má draga af því um það bil 5000 þátttakendur í 524 liðum hafa skráð sig til leiks á hjólreiðardegi fjölskyldunnar, Hjólalestinni, sem undirbúningshópur Hjólað í vinnuna stendur fyrir. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er greint frá því að þetta sé nýtt þátttökumet Hjólað í vinnuna.

Stærsta seglskúta landsins á Ísafirði

Fjölmennt var á Ísafjarðarhöfn á þriðjudagskvöld til að taka á móti stærstu seglskútu  landsins sem var að koma til heima hafnar á Ísafirði. Skútan verður í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures , og verður gengið frá kaupunum þann 18. maí. Skútunni var siglt frá Bretlandi og reyndist mjög vel í alla staði, tók siglingin 5 daga.

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss hafin

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut er kominn á fullan skrið og er stefnt að því að verklegar framkvæmdir hefjist eftir rúm tvö ár. Jafnframt eru komnar fram hugmyndir um að endurskoða staðsetninguna og grundvallarhugmynd að sjúkrahúsinu sjálfu.

Viðskipti Íslands og Kanada má efla

Tengsl Íslands og Kanada eru góð en þau má enn efla. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins sem haldin var hjá Útflutningsráði í morgun. Margt var um gesti, sem greinilega var umhugað um tengsl landanna.

Vinnustaðir fatlaðra bjóða í heimsókn

Opið hús er í dag á mörgum af vinnustöðum fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og sýningar og uppákomur af því tilefni. Listahátíðinni List án landamæra lýkur á laugardag með stórráðstefnu Átaks, félags fólks með þroskahömlun.

Sjávarútvegsráðherra viðstaddur sjávarútvegssýningu í Brussel

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var viðstaddur sjávarútvegssýningu í Brussel sem haldin var 9. og 10. maí. Þetta er stærsta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs og tóku meira en 1600 fyrirtæki frá hátt í 70 löndum þátt í henni.

Vélarvana bátur dregin til hafnar

Björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði var kallaður út kl.23:14 í gærkvöldi. Bátur af gerðinni Shetland 535 var vélarvana við Syðrahraun. ES var farinn úr höfn kl.23:38. Komið var að bátnum kl. 00:30 og taug var komin á milli bátana 10 mín. seinna.

Fyrirlestur um afleiðingar stríðsátaka

Helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um afleiðingar stríðsátaka og flóttamenn í eigin landi, Dennis McNamara, heldur fyrirlestur í dag og fjallar um það hvernig á að standa að afvopnun, friðargæslu og uppbyggingu á þessum stríðssvæðum og velta upp þeirri spurningu hvort smáþjóðir eins og Ísland hafi eitthvað erindi í friðargæslu á átakasvæðum.

Hækkun vísitölu neysluverðs

Hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna þrjá mánuði jafngildir tæplega sextán prósenta verðbólgu á ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hún hefur hækkað um eitt komma fjörutíu og átta prósent frá síðasta mánuði, sem er óvenju mikil hækkun í ljósi þess að síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um samtals rúmlega sjö og hálft prósent.

Sektaðir fyrir að aka enn á nagladekkjum

Þónokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka enn á nagladekkjum, eftir að lögreglumenn á Suðvesturlandi hófu átak gegn akstri á nagladekkjum í gær. Fimm þúsund króna sekt liggur við slíku.

Má ekki blóta á sviðinu

Silvía Nótt heldur ásamt föruneyti til Grikklands í dag. Söngkonunni hefur verið tilkynnt að hún megi ekki blóta á sviðinu í Aþenu. Verði textanum ekki breytt frá því sem er í myndbandinu gæti farið svo að henni verði vikið úr keppninni.

Kveikti í bíl föður síns í Kópavogi

Hæstiréttur staðfesti í gær eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. Maðurinn hefur átt við fíkniefnavanda að stríða og reiddist föður sínum sem reyndi að koma honum í meðferð

Slapp lítið meiddur

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, ók á ljósastaur við Hvammahverfi í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Þrátt fyrir að beita þyrfti klippum til að ná manninum út úr stór skemmdum bílnum, slapp hann ótrúlega lítið meiddur.

Eflir GSM sambandið á Hvolsvelli og nágrenni

Og Vodafone hefur eflt GSM kerfi sitt í Rangárþingi eystra með uppsetningu á nýjum búnaði sem tryggir viðskiptavinum á svæðinu enn betri þjónustu en áður. Bætt þjónusta nær einkum til Hvolsvallar og nágrenni.

Íhuga málsókn vegna björgunar

Við aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Jónasi Garðarssyni kom fram hjá Boga Sigvaldasyni, varðstjóra lögreglunnar í Reykavík, að bátar björgunarsveita hefðu verið komnir á vettvang meira en 20 mínútum áður en lögreglan ákvað að leita eftir bátnum á hafi úti. "Við heyrðum ekkert um alvarleika málsins fyrr en við komum að fólkinu á kili bátsins," sagði Bogi fyrir dómi.

Fasteignaverð hefur hækkað um 67%

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af tuttugu og tveimur höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta.

Hefja kjaraviðræður á ný

Viðræður SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra um kjör stuðningsfulltrúa hefjast aftur á morgun. Upp úr viðræðunum slitnaði fyrir nokkrum vikum en fram kemur á vef SFR að samningafundir hafa verið boðaðir á morgun og föstudag.

Meinuðu Dorrit að fara úr landi

Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael.

Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af.

Þjóðminjasafnið tilnefnt til verðlauna

Þjóðminjasafnið hefur verið valið í úrslit í samkeppni um safn Evrópu árið 2006. Ástæða þess að Þjóðminjasafnið hlýtur þessa tilnefningu er vel heppnuð endurskipulagning og endurhönnun sýninga og starfsemi safnsins. Þrenn verðlaun eru í samkeppninni, verðlaun sem safn ársins, verðlaun á vegum Evrópuráðsins og ítölsku Micheletti verðlaunin sem eru bjartsýnisverðlaun til safns á sviði tækni eða iðnaðar.

Loksins fullkomið fangelsi

Meðal þess sem gert verður til að taka á fíkniefnavanda í fangelsum, verður að koma upp meðferðardeild, þannig að spurn eftir fíkniefnum minnki. Fangelsismálastjóri vonast til að áratugalangri byggingasögu nýs og fullkomins fangelsis, ljúki fljótlega.

Helmingsmunur á kexpakka

Helmingsmunur getur verið á verði sams konar kexpakka í matvörubúðum sem eru hlið við hlið. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir fákeppni ríkja á matvörumarkaði, en með skynsömum innkaupum geti neytendur haldið verðinu í skefjum.

Mikið um hraðakstur

Mikið hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring. Alls hafa 54 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur og þar af reyndust 38 þeirra hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða á stofnbrautum. Fíkniefni fundust auk þess í bíl hjá einum ökumanni og þá fannst talsvert magn af fíkniefnum á heimili mannsins. Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma og nota ekki handfrjálsan búnað.

Fjórfalt fleiri teknir við hraðakstur

Meira en fjórfalt fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri það sem af er ársins en á sama tímabili í fyrra. Í fyrra voru 159 ökumenn teknir fyrir hraðakstur fyrstu 130 daga ársins eða rúmlega einn á dag. Í ár hafa 668 verið ákærðir fyrir hraðakstur eða rúmlega fimm á dag.

Sjá næstu 50 fréttir