Innlent

Landsflug efni ekki gefin loforð

Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum sagði á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi að Landsflug ætlaði ekki að efna gefin loforð um að taka í notkun 32. sæta Dornier til Eyja þann 15. maí næstkomandi. Lúðvík sagði í samtali við NFS að ástandið væri að öllu leyti óviðunandi eins og það er í dag og taldi vinnubrögð Landsflugs ekki til fyrirmyndar.

Magnús Kristinsson, athafnamaður frá Eyjum, tók í sama streng og sagði þetta vera fyrir neðan allar hellur. Aðspurður um það hvort eitthvað væri til í því að hann væri hugsanlega að kaupa flugfélagið Landsflug sagði hann það ekki vera, en breytinga væri þörf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×