Innlent

Kristín Guðmundsdóttir er elsti íbúi Hafnarfjarðar

Kristín Guðmundsdóttir er elsti íbúi Hafnarfjarðar en hún varð 104 ára í dag. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar heimsótti afmælisbarnið í tilefni dagsins og færði henni blóm. Kristín hefur alla tíð verið heilsuhraust, heyrn er þó farin að daprast en hún hefur enn mjög góða sjón. Hún klæðist alla daga og situr í hjólastól, spjallar við starfsfólk og gesti og les blöðin.

Kristín er fædd í Byrgisvík, Strandasýslu 11. maí árið 1902. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi og Sigríður Ingimundardóttir, húsmóðir. Hún flutti til Hafnarfjarðar árið 1958. Kristín var gift Viggó Guðmundssyni og áttu þau fjögur börn og eru tvær dætur enn á lífi.

Hún dvelur nú á Sólvangi, en þangað kom áríð 2002, hundrað ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×