Innlent

Þátttökumet á Hjólreiðardegi fjölskyldunnar

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar hjóluðu til Reykjavíkur til þess að taka þátt í hjólalestinni árið 2005
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar hjóluðu til Reykjavíkur til þess að taka þátt í hjólalestinni árið 2005

Mikill áhugi á hjólreiðum virðist hafa vaknað með þjóðinni. Þessa ályktun má draga af því um það bil 5000 þátttakendur í 524 liðum hafa skráð sig til leiks á hjólreiðardegi fjölskyldunnar, Hjólalestinni, sem undirbúningshópur Hjólað í vinnuna stendur fyrir. Í fréttatilkynningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er greint frá því að þetta sé nýtt þátttökumet Hjólað í vinnuna.

Þeir sem vilja taka þátt í hjólreiðardeginum er bent á að hann veðrur haldin laugardaginn 14. maí. Verður hjólað um Nauthólsvík, Suðurgötu, Aðalstræði, Grófina, Geirsgötu, Kalkofnsveg, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Sundlaugar- og Reykjarvíkurveg eða þar til komið er að Húsdýra- og fjölskyldugarðinum þar sem boðið verður upp á létta dagskrá. Þeir sem telja líklegt að þeim muni þreytast á leiðinni er bent á að vetnisknúinn strætó sem verður með í för þar sem hægt verður að hvíla lúin bein.

Allir sem taka þátt í hjólalestinni og eru með hjálm fá ókeypis aðgang í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn auk happdrættismiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×