Innlent

Hækkun vísitölu neysluverðs

Hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna þrjá mánuði jafngildir tæplega sextán prósenta verðbólgu á ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hún hefur hækkað um eitt komma fjörutíu og átta prósent frá síðasta mánuði, sem er óvenju mikil hækkun í ljósi þess að síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um samtals rúmlega sjö og hálft prósent.

Verð á ferðum, flutningum og eldsneyti hækkaði um rúm fimm prósentnýir bílar um rösk fimm og á tækjum og vörum til tómstundaiðkana um rúm þrjú prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hinsvegar um fimm og hálft prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×