Innlent

Stærsta seglskúta landsins á Ísafirði

Fjölmennt var á Ísafjarðarhöfn á þriðjudagskvöld til að taka á móti stærstu seglskútu landsins sem var að koma til heima hafnar á Ísafirði . Skútan verður í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures , og verður gengið frá kaupunum þann 18. maí.

Skútunni var siglt frá Bretlandi og reyndist mjög vel í alla staði, tók siglingin 5 daga. Ætlun fyrirtækisins er að bjóða uppá skemmri og lengri siglingar með skútunni um vestfirska firði. Í boði verða ferðir sem taka allt frá tveimur til þremur dögum uppí tvær til þrjár vikur.

Skútan er smíðuð í Bretlandi og hefur tekið í þátt í kappsiglingar mótum. Ætlunin er að endurskipuleggja farþega rými hennar og búa vel um 8 til 10 farþega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×