Innlent

Viðskipti Íslands og Kanada má efla

Tengsl Íslands og Kanada eru góð en þau má enn efla. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins sem haldin var hjá Útflutningsráði í morgun. Margt var um gesti, sem greinilega var umhugað um tengsl landanna.

Íslensk-kanadíska verslunar- og viðskiptaráðið var stofnað árið 2003 en er hlutverk þess þess að efla viðskiptasambönd landanna. Það virðist hafa tekist vel ef litið er til þess að frá árinu 2004 til 2005 jókst útflutningur Íslands til Kanada um 177 milljónir íslenskra króna. Gordon Reykdal, ræðismaður Íslands í Edmonton, var einn þeirra sem steig í pontu og lýsti hann ánægju sinni með þau öflugu samskipti sem haldist hafa milli landanna, en benti á að þau mætti enn efla.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×