Innlent

Ásatrúarmenn yfir þúsund talsins

Frá Sólstöðuhátíð Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð. Þar vonast þeir til að fá úthlutað lóð undir hof innan skamms.
Frá Sólstöðuhátíð Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð. Þar vonast þeir til að fá úthlutað lóð undir hof innan skamms. STEFÁN
Ásatrúarmenn eru í fyrsta sinn síðan í heiðnum sið orðnir fleiri en þúsund talsins á Íslandi. Félagafjöldinn í Ásatrúarfélaginu hefur tífaldast síðustu fimmtán árin.

Félagar í Ásatrúarfélaginu voru aðeins tólf talsins við stofnun þess árið 1972. Fyrstu átján árin fjölgað hægt í félaginu og voru félagsmenn innan við hundrað árið 1990. Síðan þá hefur fjöldi þeirra tífaldast. Óttar Ottósson, lögsögumaður samtakanna segir enga einhlíta ástæðu vera fyrir fjölguninni. Hann telur aukinn áhugi á norrænum uppruna Íslendinga og fjölmenningu í þjóðfélaginu þó geta haft nokkur áhrif þar um. Þannig sjái margir að það séu fleiri valkostir en Þjóðkirkjan og sumir þeirra leiti til Ásatrúarfélagsins.

Þó mikið hafi fjölgað í Ásatrúarfélaginu vantar enn nokkuð upp á að konur séu jafn margar körlum. 1990 var aðeins áttundi hver félagi kona en nú eru þær fjórðungur félagsmanna. Óttar vonar að þeim fjölgi áfram og verði alla vega þriðjungur Ásatrúarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×