Innlent

Vinstri grænir í Hveragerði kæra úrskurð kjörstjórnar

Hveragerði.
Hveragerði. E.Ól

Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Hveragerði hefur kært úrskurð kjörstjórnar í bænum fyrir að hafna Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur á lista og leggjast gegn því að nýr frambjóðandi yrði tilnefndur í hennar stað.

Finnbogi Vikar Guðmundsson, sem skipar 1. sæti lista Vinstri grænna í Hveragerði, segir ástæðuna fyrir því að kjörstjórn hafnaði Kolbrúnu á lista þá að við athugun kom í ljós að hún hafði ekki lögheimili skráð í bænum. Finnbogi segist hafa leitað ráða til að hún gæti fullnægt kröfum um kjörgengi og veitti kjörstjórn honum frest til 10. maí til úrbóta. Í ljós kom að sá frestur dugði þó ekki til þar sem reglur segja til um að frambjóðendur verða að hafa haft lögheimili í að minnsta kosti þrjár vikur í bæjarfélagi sem þeir bjóða sig fram í áður en gengið er til kosninga.

Finnbogi segir að eftir að hafa komist að því að framboð Kolbrúnar gæti ekki staðist lög hafi hann farið fram á að skipaður yrði nýr frambjóðandi í hennar stað á lista. Þessum úrbótum var þó hafnað og telur Finnbogi það undarlegt þar sem úrbótafrestur hafi ekki verið liðinn. Hann segir málið með ólíkindum vaxið og ekki ómögulegt að rangar upplýsingar kjörstjórnar hafi verið veittar viljandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×