Innlent

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss hafin

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut er kominn á fullan skrið og er stefnt að því að verklegar framkvæmdir hefjist eftir rúm tvö ár. Jafnframt eru komnar fram hugmyndir um að endurskoða staðsetninguna og grundvallarhugmynd að sjúkrahúsinu sjálfu. Fjörutíu vinnuhópar, skipaðir umþaðbil tvö hundruð sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi eru umþaðbil að ljúka mati á þeirri starfssemi og  umsvifum , sem þurfa að rýmast innan hins nýja hátæknisjukrahúss, sem á að rísa við Hringbraut. Á starfsdegi Stjórnenda Sjúkarahússins og Háskólans í morgun, þar sem framvinda uppbyggingarinnar var kynnt kom meðal annars fram að á næstunni hefjist endurskoðun á verðlaunatillögu danskrar arkitektarstofu, með tilliti til þessara þarfa, að meðtaldri aðstöðu fyrir heilbrigðisvísindadeildir Háskólans, sem eiga að vera á svæðinu líka. Í framhaldi af því getur svo hönnunarvinna við fyrsta áfanga , eða svonefndan bráðakjarna, hafist, þannig að verklegar framkvæmdir ættu að geta hafist eftir tvö til þrjú ár. Átján milljarðar króna af söluandvirði simans eru til taks til farmkvæmdanna, auk þess sem borgin  hét  einum  og hálfum millajarði til verksins, til að liðka fyrir framvindu málsins og að spítalinn risi á fyrirhuguðum stað við Hringbraut. Um leið og þessu fram vindur, eru kpomnar farm efasemdir meðal nokkurra sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins um það hvort yfirelitt sé þörf á nýju hátæknisjúkrahúsi, og Svandís Svavarsdóttir , oddviti Vinstri Grænna, sem stóð að R listanum og samkomulaginu, segist nú vilja endurskoða staðsetninguna líka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×