Fleiri fréttir Áætlun vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Norðuráls og ráðgjafafyrirtækisins HRV að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum álvers við Hegluvík. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir. 29.3.2006 09:28 Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði. 29.3.2006 09:15 Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. 29.3.2006 07:51 Sýslumaður og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði deila um vínveitingaleyfi Deilur bæjaryfirvalda á Seyðisfirði og sýslumanns um vínveitingar á Kaffi Láru, eru farnar að snúast um heiður bæjaryfirvalda. Á síðasta fundi bæjarráðs, var samþykkt að óska eftir fundi með starfandi sýslumanni vegna þeirra ummæla hans að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald. 29.3.2006 06:44 Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu í dag Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu og á miðhálendinu í dag. Éljagangur eða skafrenningur norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og stöku él suðvestantil. Fer heldur að draga úr vindi í kvöld. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars vægt frost. 29.3.2006 06:21 Engar athugasemdir við byggingu tónlistarhússins Engar athugasemdir bárust við byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem rísa mun í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar sem lauk um kvöldmatarleytið. 28.3.2006 22:23 Líðan sjómannsins sögð góð Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs. Sjómaðurinn, sem er sænskur, mun nú vera við góða heilsu. 28.3.2006 21:30 Bannað að taka myndir í dómshúsum Bannað verður að taka myndir í dómhúsum, samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra. Formaður Blaðamannafélagsins segir rétt að gjalda varhuga við þeirri sterku tilhneigingu að skerða athafnafrelsi fjölmiðla. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti breytingar á lögum. 28.3.2006 20:00 Sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu til frumvarps iðnaðarráðherra Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að taka afstöðu til frumvarps Iðnaðarráðherra um sameiningu Byggðastofnunar og fleiri stofnana sem tengjast nýsköpun og atvinnuþróun. Það hafi verið mjög vafasamt af Valgerði Sverrisdóttur og vanhugsað að kynna málið á sérstökum blaðamannafundi áður en afstaða stjórnarflokkanna lá fyrir. 28.3.2006 19:30 Nafn mannsins sem lést í slysi við Kárahnjúka Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Kárahnjúka í gær hét Eilífur Hammond. Hann var tuttugu og sex ára og til heimilis að Egilsgötu 30 í Reykjavík. 28.3.2006 18:45 Vitni sá bíl ódæðismannanna Íbúi í Garðinum sá bílinn sem fjórir ódæðismenn notuðu til að nema á brott mann á sjötugsaldri á laugardag. Um er að ræða stóran, amerískan bíl og kannar lögreglan bifreiðaskrár í von um að komast til botns í málinu. 28.3.2006 18:39 Kominn á sjúkrahús Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli nú rétt fyrir fréttir. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs. 28.3.2006 18:37 Svar Bush um varnir Íslands rýrt að mati forsætisráðherra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, segir í bréfi til íslenskra stjórnvalda að Bandaríkjastjórn muni virða varnarsamning þjóðanna, þótt til standi að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir fátt nýtt felast í svari Bandaríkjaforseta og að varnarsamningur án varnarliðs sé lítils virði. 28.3.2006 18:21 Gátu ekki lent á Akureyri Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sem sótti nú síðdegsi veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði, gat ekki lent á Akureyri þar sem hún komst ekki inn Eyjafjörð vegna veðurs og skyggnis. Flytja átti manninn til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stefnan er nú tekin á Sauðárkrók en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að óvíst sé þó hvar þyrlan lendi að lokum. 28.3.2006 17:29 Setuverkfall á dvalarheimilum Á morgun miðvikud 29. mars hefst seturverkfall hjá ófaglærðum starfsmönnum sem starfa hjá Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu Hafnarfirði, Vífilsstöðum, Víðinesi, dvalarheimilunum: Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. 28.3.2006 17:28 Telur ekki heppilegt að afnema samræmda gjaldskrá leigubíla Samgönguráðherra telur ekki heppilegt að afnema samræmda gjaldskrá leigubifreiða í samræmi við úrskurð Samkeppniseftirlitsins og segist hafa gert eftirlitinu grein fyrir því. Andstaða kom fram við breytingar hjá þingmönnum á Alþingi í dag. 28.3.2006 17:22 Veikur sjómaður fluttur til Akureyrar Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fyrir stundu veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði. Hann var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 28.3.2006 16:52 Enn versnandi veður á Suðvesturlandi Enn er versnandi veður á Suðvesturlandi og inni á öræfum landsins. Ekki er búist við að storminn lægi fyrr en á morgun. 28.3.2006 16:49 Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er sagt leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu hvað varðar sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 12,8 milljarðar íslenskra króna og greitt með reiðufé. 28.3.2006 16:45 Hvassviðri slotað Eitthvað hefur hvassviðrinu slotað víða um land en aftakaveður var í Öræfum og á Skeiðarársandi fyrr í dag en þá fór þá vindhraðinn upp í 50 m/s í hviðum. 28.3.2006 16:30 Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. 28.3.2006 16:15 Fyrrverandi ritstjóri Hér og nú sakfelldur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Fyrrverandi ritstjóra blaðsins er gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað. 365 - prentmiðlar, útgefendur blaðsins, eru sýknaðir af kröfum Bubba. 28.3.2006 15:13 Fannst látinn Maðurinn sem leitað hefur verið að í dag fannst á þriðja tímanum í dag í bifreiðs sinni í grennd við Flúðir. Víðtæk leit var gerð að manninum sem var 22 ára. 28.3.2006 15:10 Beðið átekta varðandi björgunarflug Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, er á Akureyri en henni tókst að lenda þar um kl. 13:18 en hún var á leið að sækja fárveikan sjómann um borð í norskt selveiðiskip. Þyrlan lenti fyrst á Dalvík vegna lélegs skyggnis en þegar vélin hafði verið þar í um tvær mínútur rofaði til og henni tókst að komast inn til Akureyrar. Áhöfn Sifjar bíður nú eftir ákvörðun um framhaldið en ráðgert er að meta stöðuna kl. 16. 28.3.2006 14:57 Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. 28.3.2006 14:00 Tvísýnt með björgunaraðgerðir fyrir norðan land Tvísýnt er með björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land þar sem sækja á fárveikan mann um borð í norskt selveiðiskip. Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF SIF lögðu af stað í björgunarleiðangur frá Reykjavík um ellefuleytið í morgun eftir að beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var statt í hafís 190 sjómílur norður af Skaga. 28.3.2006 13:25 Sækja fársjúkann mann í norskt selveiðiskip Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF LÍF, minni þyrla Gæslunnar, lögðu af stað frá Reykjavík fyrir rúmri klukkustund til móts við norskt selveiðiskip, en þar er fársjúkur maður um borð. Tvær þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. 28.3.2006 12:45 Aftakaveður á Suðausturlandi Aftakaveður er í vindhviðum í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem vindhraðinn hefur farið upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Nokkrir bílar hafa skemmst í sand- og malarfoki á Skeiðarársandi í morgun. 28.3.2006 12:30 Farið að tilmælum umboðsmanns í langflestum tilvikum Farið hefur verið að tilmælum Umboðsmanns Alþingis í langflestum tilvikum innan stjórnsýslunnar. Þetta sýna tölur í skýrslum Umboðsmanns Alþingis undanfarin ár. 28.3.2006 12:19 Samnýting grunnneta möguleg hjá Símanum og Orkuveitunni Síminn og Orkuveita Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið átt í viðræðum um samnýtingu á grunnnetum fyrirtækjanna. Verið að skoða hvort mögulegt verði að leita samlegðaráhrifa við rekstur netanna tveggja til hagsbóta fyrir viðskiptavini segir í Yfirlýsingu frá Símanum. 28.3.2006 12:19 Brynja Guðmundsdóttir ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca Brynja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca. Brynja, sem er 39 ára, brautskráðist af endurskoðunarsviði Viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1991 og hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum fyrirtækja. 28.3.2006 12:02 Óveður í Öræfum og á Skeiðarársandi Varað við óveðri í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem bílar hafa skemmst í sandfoki. Víða er hríðarveður á Vestfjörðum og er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi. Á Norðurlandi eru helstu leiðir opnar. Þó er ófært um Þverárfjall. Búið er að opna Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. 28.3.2006 11:46 VG andvígir hlutafélagavæðingu Rarik Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram frávísunartillögu á frumvarp iðnaðarráðherra Valgerðar Sverrisdóttur um hlutafélagavæðingu Rafmagnsveitna ríkisins sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Vinstri Grænir segja að verið sé að setja Rarik í sama feril og Landssímann. Verið sé að undirbúa einkavæðingu og sölu fyrirtækisins. 28.3.2006 11:40 Stormur á Suðausturlandi Viðvörun frá Veðurstofu Íslands. Búist er við stormi á Suðausturlandi og Miðhálendinu. Annars verður snjókoma eða él víða á landinu, en úrkomulítið suðvestanlands. Heldur hægari og éljagangur með morgninum, en bjart með köflum syðra. Hiti í kringum frostmark. 28.3.2006 11:01 Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat Standard & Poor’s lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor’s eru stöðugar. 28.3.2006 10:58 Bíósýningar, goðafræði og gamlir jeppar á frímerkjum Íslandspóstur gefur út þrjár frímerkjaraðir á morgun. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast bíósýningum og kvikmyndagerð á Íslandi. Smáörk kemur út í samnorrænu röðinni Goðafræði og er þetta er í annað sinn sem Norðurlöndin gefa út frímerki sameiginlega um þetta efni. 28.3.2006 10:38 Eigendaskipti á ökutækjum geta nú farið fram á netinu Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. 28.3.2006 10:31 Bæjarráð Vestmanneyjabæjar hafnar kröfu Inga Sigurðssonar Bæjarráð Vestmanneyjabæjar ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að hafna kröfu Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, um greiðslu ríflega tuttugu og sex milljóna króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. 28.3.2006 10:29 Einfalda þarf umræðuna um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. 28.3.2006 10:25 Víða ófært norð-vestanlands í gærkvöldi Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum í bílum sínum á fjallvegum noðrvestanlands í gærkvöldi þegar stórhríð og hvassviðri gengu þar yfir og voru margar björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólkið. 28.3.2006 06:44 Leitað að tuttugu og tveggja ára manni á ljósgrárri Toyota Corolla Víðtæk leit hófst laust fyrir miðnætti um suðvestanvert landið , árgerð 2001. Skráningarnúmerið er UI 581. 28.3.2006 06:42 Eigendaskipti ökutækja skráð með hjálp heimabankans Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. 27.3.2006 22:26 Hætt við að selja Orkla Media Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla er hætt við að selja fjölmiðlafyrirtæki sitt, Orkla Media. Frá þessu var greint í norrænum fjölmiðlum um helgina. Dagsbrún, móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla, hafði meðal annarra lýst yfir áhuga á hugsanlegum kaupum í fyrirtækinu. 27.3.2006 22:23 Hátt í tvö þúsund sæti í boði SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti. 27.3.2006 22:18 Einfalda þarf umræðu um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. 27.3.2006 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Áætlun vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Norðuráls og ráðgjafafyrirtækisins HRV að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum álvers við Hegluvík. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir. 29.3.2006 09:28
Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði. 29.3.2006 09:15
Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. 29.3.2006 07:51
Sýslumaður og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði deila um vínveitingaleyfi Deilur bæjaryfirvalda á Seyðisfirði og sýslumanns um vínveitingar á Kaffi Láru, eru farnar að snúast um heiður bæjaryfirvalda. Á síðasta fundi bæjarráðs, var samþykkt að óska eftir fundi með starfandi sýslumanni vegna þeirra ummæla hans að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald. 29.3.2006 06:44
Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu í dag Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu og á miðhálendinu í dag. Éljagangur eða skafrenningur norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og stöku él suðvestantil. Fer heldur að draga úr vindi í kvöld. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars vægt frost. 29.3.2006 06:21
Engar athugasemdir við byggingu tónlistarhússins Engar athugasemdir bárust við byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem rísa mun í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar sem lauk um kvöldmatarleytið. 28.3.2006 22:23
Líðan sjómannsins sögð góð Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs. Sjómaðurinn, sem er sænskur, mun nú vera við góða heilsu. 28.3.2006 21:30
Bannað að taka myndir í dómshúsum Bannað verður að taka myndir í dómhúsum, samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra. Formaður Blaðamannafélagsins segir rétt að gjalda varhuga við þeirri sterku tilhneigingu að skerða athafnafrelsi fjölmiðla. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti breytingar á lögum. 28.3.2006 20:00
Sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu til frumvarps iðnaðarráðherra Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að taka afstöðu til frumvarps Iðnaðarráðherra um sameiningu Byggðastofnunar og fleiri stofnana sem tengjast nýsköpun og atvinnuþróun. Það hafi verið mjög vafasamt af Valgerði Sverrisdóttur og vanhugsað að kynna málið á sérstökum blaðamannafundi áður en afstaða stjórnarflokkanna lá fyrir. 28.3.2006 19:30
Nafn mannsins sem lést í slysi við Kárahnjúka Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Kárahnjúka í gær hét Eilífur Hammond. Hann var tuttugu og sex ára og til heimilis að Egilsgötu 30 í Reykjavík. 28.3.2006 18:45
Vitni sá bíl ódæðismannanna Íbúi í Garðinum sá bílinn sem fjórir ódæðismenn notuðu til að nema á brott mann á sjötugsaldri á laugardag. Um er að ræða stóran, amerískan bíl og kannar lögreglan bifreiðaskrár í von um að komast til botns í málinu. 28.3.2006 18:39
Kominn á sjúkrahús Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli nú rétt fyrir fréttir. Hann var sóttur í norskt selveiðiskip norður af Siglunesi en ekki var hægt að lenda fyrir norðan vegna veðurs. 28.3.2006 18:37
Svar Bush um varnir Íslands rýrt að mati forsætisráðherra George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, segir í bréfi til íslenskra stjórnvalda að Bandaríkjastjórn muni virða varnarsamning þjóðanna, þótt til standi að draga stórlega úr starfsemi varnarliðsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir fátt nýtt felast í svari Bandaríkjaforseta og að varnarsamningur án varnarliðs sé lítils virði. 28.3.2006 18:21
Gátu ekki lent á Akureyri Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sem sótti nú síðdegsi veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði, gat ekki lent á Akureyri þar sem hún komst ekki inn Eyjafjörð vegna veðurs og skyggnis. Flytja átti manninn til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stefnan er nú tekin á Sauðárkrók en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að óvíst sé þó hvar þyrlan lendi að lokum. 28.3.2006 17:29
Setuverkfall á dvalarheimilum Á morgun miðvikud 29. mars hefst seturverkfall hjá ófaglærðum starfsmönnum sem starfa hjá Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu Hafnarfirði, Vífilsstöðum, Víðinesi, dvalarheimilunum: Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. 28.3.2006 17:28
Telur ekki heppilegt að afnema samræmda gjaldskrá leigubíla Samgönguráðherra telur ekki heppilegt að afnema samræmda gjaldskrá leigubifreiða í samræmi við úrskurð Samkeppniseftirlitsins og segist hafa gert eftirlitinu grein fyrir því. Andstaða kom fram við breytingar hjá þingmönnum á Alþingi í dag. 28.3.2006 17:22
Veikur sjómaður fluttur til Akureyrar Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fyrir stundu veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði. Hann var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 28.3.2006 16:52
Enn versnandi veður á Suðvesturlandi Enn er versnandi veður á Suðvesturlandi og inni á öræfum landsins. Ekki er búist við að storminn lægi fyrr en á morgun. 28.3.2006 16:49
Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Actavis tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er sagt leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu hvað varðar sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 12,8 milljarðar íslenskra króna og greitt með reiðufé. 28.3.2006 16:45
Hvassviðri slotað Eitthvað hefur hvassviðrinu slotað víða um land en aftakaveður var í Öræfum og á Skeiðarársandi fyrr í dag en þá fór þá vindhraðinn upp í 50 m/s í hviðum. 28.3.2006 16:30
Mál á hendur olíufélögum væntanlega þingfest fljótlega Mál Reykjavíkurborgar á hendur stóru olíufélögunum þremur, vegna meints ólögmæts samráðs þeirra, verður væntanlega þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok næstu viku. Þetta segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sem fer með málið fyrir hönd borgarinnar. 28.3.2006 16:15
Fyrrverandi ritstjóri Hér og nú sakfelldur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Fyrrverandi ritstjóra blaðsins er gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað. 365 - prentmiðlar, útgefendur blaðsins, eru sýknaðir af kröfum Bubba. 28.3.2006 15:13
Fannst látinn Maðurinn sem leitað hefur verið að í dag fannst á þriðja tímanum í dag í bifreiðs sinni í grennd við Flúðir. Víðtæk leit var gerð að manninum sem var 22 ára. 28.3.2006 15:10
Beðið átekta varðandi björgunarflug Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, er á Akureyri en henni tókst að lenda þar um kl. 13:18 en hún var á leið að sækja fárveikan sjómann um borð í norskt selveiðiskip. Þyrlan lenti fyrst á Dalvík vegna lélegs skyggnis en þegar vélin hafði verið þar í um tvær mínútur rofaði til og henni tókst að komast inn til Akureyrar. Áhöfn Sifjar bíður nú eftir ákvörðun um framhaldið en ráðgert er að meta stöðuna kl. 16. 28.3.2006 14:57
Vilja að dómstólar fjalli um umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu Áhugahópur um verndun Þjórsárvera hefur stefnt íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun og vill að dómstólar skeri úr um það hvort umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu hafi verið rétt. Hópurinn hyggst hefja fjársöfnun vegna málarekstrarins þar sem lögum um gjafsókn í tilvikum sem þessum hefur verið breytt. 28.3.2006 14:00
Tvísýnt með björgunaraðgerðir fyrir norðan land Tvísýnt er með björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar fyrir norðan land þar sem sækja á fárveikan mann um borð í norskt selveiðiskip. Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF SIF lögðu af stað í björgunarleiðangur frá Reykjavík um ellefuleytið í morgun eftir að beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var statt í hafís 190 sjómílur norður af Skaga. 28.3.2006 13:25
Sækja fársjúkann mann í norskt selveiðiskip Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF LÍF, minni þyrla Gæslunnar, lögðu af stað frá Reykjavík fyrir rúmri klukkustund til móts við norskt selveiðiskip, en þar er fársjúkur maður um borð. Tvær þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. 28.3.2006 12:45
Aftakaveður á Suðausturlandi Aftakaveður er í vindhviðum í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem vindhraðinn hefur farið upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Nokkrir bílar hafa skemmst í sand- og malarfoki á Skeiðarársandi í morgun. 28.3.2006 12:30
Farið að tilmælum umboðsmanns í langflestum tilvikum Farið hefur verið að tilmælum Umboðsmanns Alþingis í langflestum tilvikum innan stjórnsýslunnar. Þetta sýna tölur í skýrslum Umboðsmanns Alþingis undanfarin ár. 28.3.2006 12:19
Samnýting grunnneta möguleg hjá Símanum og Orkuveitunni Síminn og Orkuveita Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið átt í viðræðum um samnýtingu á grunnnetum fyrirtækjanna. Verið að skoða hvort mögulegt verði að leita samlegðaráhrifa við rekstur netanna tveggja til hagsbóta fyrir viðskiptavini segir í Yfirlýsingu frá Símanum. 28.3.2006 12:19
Brynja Guðmundsdóttir ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca Brynja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hagdeildar Alfesca. Brynja, sem er 39 ára, brautskráðist af endurskoðunarsviði Viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1991 og hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum fyrirtækja. 28.3.2006 12:02
Óveður í Öræfum og á Skeiðarársandi Varað við óveðri í Öræfum og á Skeiðarársandi þar sem bílar hafa skemmst í sandfoki. Víða er hríðarveður á Vestfjörðum og er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi. Á Norðurlandi eru helstu leiðir opnar. Þó er ófært um Þverárfjall. Búið er að opna Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. 28.3.2006 11:46
VG andvígir hlutafélagavæðingu Rarik Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram frávísunartillögu á frumvarp iðnaðarráðherra Valgerðar Sverrisdóttur um hlutafélagavæðingu Rafmagnsveitna ríkisins sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Vinstri Grænir segja að verið sé að setja Rarik í sama feril og Landssímann. Verið sé að undirbúa einkavæðingu og sölu fyrirtækisins. 28.3.2006 11:40
Stormur á Suðausturlandi Viðvörun frá Veðurstofu Íslands. Búist er við stormi á Suðausturlandi og Miðhálendinu. Annars verður snjókoma eða él víða á landinu, en úrkomulítið suðvestanlands. Heldur hægari og éljagangur með morgninum, en bjart með köflum syðra. Hiti í kringum frostmark. 28.3.2006 11:01
Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat Standard & Poor’s lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor’s eru stöðugar. 28.3.2006 10:58
Bíósýningar, goðafræði og gamlir jeppar á frímerkjum Íslandspóstur gefur út þrjár frímerkjaraðir á morgun. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast bíósýningum og kvikmyndagerð á Íslandi. Smáörk kemur út í samnorrænu röðinni Goðafræði og er þetta er í annað sinn sem Norðurlöndin gefa út frímerki sameiginlega um þetta efni. 28.3.2006 10:38
Eigendaskipti á ökutækjum geta nú farið fram á netinu Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. 28.3.2006 10:31
Bæjarráð Vestmanneyjabæjar hafnar kröfu Inga Sigurðssonar Bæjarráð Vestmanneyjabæjar ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að hafna kröfu Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, um greiðslu ríflega tuttugu og sex milljóna króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. 28.3.2006 10:29
Einfalda þarf umræðuna um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. 28.3.2006 10:25
Víða ófært norð-vestanlands í gærkvöldi Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum í bílum sínum á fjallvegum noðrvestanlands í gærkvöldi þegar stórhríð og hvassviðri gengu þar yfir og voru margar björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólkið. 28.3.2006 06:44
Leitað að tuttugu og tveggja ára manni á ljósgrárri Toyota Corolla Víðtæk leit hófst laust fyrir miðnætti um suðvestanvert landið , árgerð 2001. Skráningarnúmerið er UI 581. 28.3.2006 06:42
Eigendaskipti ökutækja skráð með hjálp heimabankans Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. 27.3.2006 22:26
Hætt við að selja Orkla Media Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla er hætt við að selja fjölmiðlafyrirtæki sitt, Orkla Media. Frá þessu var greint í norrænum fjölmiðlum um helgina. Dagsbrún, móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla, hafði meðal annarra lýst yfir áhuga á hugsanlegum kaupum í fyrirtækinu. 27.3.2006 22:23
Hátt í tvö þúsund sæti í boði SAS hóf í dag áætlunarflug milli Keflavíkur og Oslóar og lenti flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í dag. SAS hyggst fljúga reglulega til Íslands fram í októbermánuð en í boði eru í kringum eitt þúsund og níu hundruð flugsæti. 27.3.2006 22:18
Einfalda þarf umræðu um evruna Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn. 27.3.2006 22:00