Innlent

Einfalda þarf umræðu um evruna

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, á fundi í Háskólanum í Reykjavík.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, á fundi í Háskólanum í Reykjavík. MYND/Gunnar V. Andrésson

Einfalda á umræðuna um evruna og einskorða hana við leiðir sem ganga upp, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á fundinum fjallaði forsætisráðherra um íslenska fjármálamarkaðinn.

Hann sagði mikilvægt að efla samkeppninsstöðu hans á alþjóðlegum markaði. Hann sagði íslensku bankanna þurfa að hægja á útlánastarfsemi sinni og sagði Seðlabankann þurfa að gefa skýr skilaboð til bankanna.

Halldór ræddi einnig stöðu krónunnar. Hann sagði hana vera viðkvæma og nefndi í því sambandi þann skaða sem umtal síðustu daga hefur haft á gengi krónunnar. Halldór telur mikilvægt efla upplýsingagjöf til erlendra fjárfesta. Hann hvatti íslensk fjármálafyrirtæki til umræðna um krónuna og til málefnanlegrar umræðu um Evruna.

Fyrir skemmstu reifaði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, þá hugmynd að Íslendingar yrðu aðilar að evrópska myntbandalaginu. Halldór sagði slíka umræðu flækja málin og vildi einskorða umræðuna við það hvort Íslendingar ættu að gerast aðilar að Evrópusambandinu eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×