Innlent

Gátu ekki lent á Akureyri

Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, sem sótti nú síðdegsi veikan sjómann í norskt selveiðiskip norður af Eyjafirði, gat ekki lent á Akureyri þar sem hún komst ekki inn Eyjafjörð vegna veðurs og skyggnis. Flytja átti manninn til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Stefnan er nú tekin á Sauðárkrók en í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að óvíst sé þó hvar þyrlan lendi að lokum.

Beiðni barst frá selveiðiskipinu í morgun og var maðurinn sagður fárveikur. Þyrlan fór frá Reykjavík upp úr klukkan ellefu í morgun, en átti erfitt með að lenda á Akureyri, til að taka viðbótar eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×