Innlent

Fyrrverandi ritstjóri Hér og nú sakfelldur

Bubbi Morthens og lögfræðingur hans, Sigríður Rut Júlíusdóttir.
Bubbi Morthens og lögfræðingur hans, Sigríður Rut Júlíusdóttir. MYND/Gunnar V. Andrésson

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Fyrrverandi ritstjóra blaðsins er gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað.

Í dómnum segir að Bubbi hafi þurft að þola ólögmæta meingerð gegn friði sínum og æru og miskabætur ákvarðaðar með hliðsjón af atvikum, einkum þar sem myndir af honum og meiðyrði hafi náð mikilli útbreiðslu. 365 - prentmiðlar, útgefendur blaðsins, eru sýknaðir af kröfum Bubba.

Dómurinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×