Innlent

Veikur sjómaður fluttur til Akureyrar

TF-Sif.
TF-Sif. MYND/Stefán Karlsson

Sif, björgunarþyrla, Landhelgisgæslunnar, sótti fyrir stundu veikan sjómann í norskt selveiði skip norður af Eyjafirði. Hann var fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Beiðni barst frá skipinu í morgun og var maðurinn sagður fárveikur. Þyrlan fór frá Reykjavík upp úr klukkan ellefu í morgun, en átti erfitt með að lenda á Akureyri, til að taka viðbótar eldsneyti.

Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar varð að snúa til Sauðárkróks til að taka eldsneyti en mun fljúga til móts við þyrluna strax að því loknu. Vonsku veður hefur verið á þessum slóðum en hefur það hefur skánað eitthvað.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×