Innlent

Sækja fársjúkann mann í norskt selveiðiskip

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fokkervél Landhelgisgæslunnar og TF LÍF, minni þyrla Gæslunnar, lögðu af stað frá Reykjavík fyrir rúmri klukkustund til móts við norskt selveiðiskip, en þar er fársjúkur maður um borð. Tvær þyrlur varnarliðsins eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

Norska skipið er um 150 sjómílur norður af Akureyri og siglir fulla ferð í átt til lands, en veður er afleitt á svæðinu, hvassviðri, slæmt skyggni og talsverður sjór. Þyrlan mun væntanlega taka eldsneyti á Akureyri áður en hún heldur í lokaáfangann að skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×