Innlent

Eigendaskipti á ökutækjum geta nú farið fram á netinu

Tækninni fleygir fram og það er með ólíkindum hvað hægt er að spara sér sporin með hjálp tölvunnar og netsins. Það nýjasta er að hægt er að skrá eigendaskipti á ökutækjum með hjálp heimabanka og sleppa við ferð til Umferðarstofu. Eins og er geta einungis þeir sem hafa heimabanka hjá Glitni nýtt sér þessa þjónustu.

Vonast er þó til að samtstarf takist milli Umferðarstofu og annarra banka fljótlega. Í raun er það grundvöllur fyrir því að þetta kerfi gangi upp til lengri tíma þar sem nú þurfa bæði kaupandi og seljandi að vera með heimabanka hjá Glitni. Því er þó ekki að neita að um er að ræða nýjung sem getur til framtíðar auðveldað kaupendum og seljendum ökutækja viðskipti sín.



Til að ganga frá eigendaskiptunum á netinu er farið inn á vef umferðarstofu us.is og valin Sjálfsagreiðsluvél en þar eru eigendaskiptin skráð. Síðan skrá bæði kaupandi og seljandi sig inn í heimabanka sinn og ganga þar frá staðfestingu á viðskiptum og greiðslu. Notendanafn og lykilorð í heimabanka gegn hlutverki undirskriftar. Þeir sem eiga viðskiptin  geta þannig allt eins verið staddir í sitt í hvoru landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×